Content

 

Vitnisburður

Toyota Kauptúni er vottað samkvæmt alþjóðlega umhverfisstaðlinum ISO 14001. Við kappkostum því að eiga viðskipti við fyrirtæki sem hafa metnaðarfull markmið eins og við í umhverfismálum. Hreint ehf. hefur reynst okkur mjög vel í gegnum tíðina og starfsmenn fyrirtækisins eru einstaklega liðlegir, samviskusamir og brosmildir í sínum daglegu störfum hér hjá okkur og eru mjög lausnamiðaðir. Þeir takast á við hvaða verkefni sem er og sjá til þess að öll okkar húsakynni séu til fyrirmyndar, jafnt sýningarsalir sem verkstæði. Hreint ehf. er fyrirmyndar þjónustufyrirtæki að mínu mati.

Björgvin Njáll Ingólfsson

Framkvæmdastjóri þjónustusviðs

Toyota Kauptúni


Við höfum átt í farsælum viðskiptum við Hreint ehf. í mörg ár. Það hefur myndast gott traust á milli okkar í gegnum opin skoðanaskipti og afdráttarlausan trúnað. Okkur líkar við fyrirtæki sem koma hreint fram, eru móttækileg fyrir uppbyggilegum ábendingum og standa við orð sín. Það skilar sér í vandaðra og betra verki.

Gunnar Jóakimsson

Forstöðumaður fasteigna og rekstrar

Arion banki.


Nordic Eco Label

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja