Content

Þvottaþjónusta

Þvottaþjónustan er nýleg viðbót við sívaxandi fjölbreytni í þjónustuframboði Hreint ehf. Hún leysir vandamál sem mörg smærri og meðalstór fyrirtæki glíma við; að þrífa handklæði örugglega svo að hrein séu alltaf til staðar.
Við útvegum viðskiptavinum okkar neðangreindar vörur:
- Handklæði
- Eldhúsþurrkur (viskastykki)
- Eldhúsklúta
Viðskiptavinir leigja vöruna en við sækjum hana síðan á staðinn, þvoum og skilum aftur í snyrtilegum umbúðum. Þetta er frábær lausn á hreinlætismálum kaffistofa og salerna, hönnuð til að létta viðskiptavinum daglegan rekstur. Engin þjónusta hefur vaxið jafn hratt hjá Hreint ehf. og þessi.
