Content

 

Ræstingar

Fagleg ræsting er einn mikilvægasti þátturinn í viðhaldi og rekstri atvinnuhúsnæðis. Aðeins með góðu skipulagi og réttri skilgreiningu á ræstiþörfinni er mögulegt að halda uppi vönduðu þjónustustigi samhliða því að lækka kostnað. Ræstiþjónusta Hreint ehf. framkvæmir nákvæma úttekt og greiningu á ræstiþörf hvers atvinnuhúsnæðis fyrir sig. Slík úttekt er lykillinn að hagstæðri ræstingu.

Hreint ehf. býður heilbrigðisstofnunum og hótelum af öllum stærðum Svansvottaða gæðaþjónustu og leysir þar að auki öll verkefni á sviði ræstingar í íslenskum skólum og hefur gert til fjölda ára. Hreint ehf. er öruggur valkostur þeirra sem krefjast faglegra vinnubragða á öllum sviðum ræstingaþjónustu.

 

Nordic Eco Label

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja