Content

 

Gólf

Hreint gólf hefur mikil áhrif á það hvernig starfsfólk upplifir vinnuaðstöðuna. Það er í endurkastinu frá gólfinu sem starfsmennirnir sjá vinnustaðinn. Áratuga reynsla af viðhaldi fjölbreytilegustu gólftegunda gefur okkur forskot á flest önnur fyrirtæki á markaðinum og skilar sér í vönduðum vinnubrögðum. Við veljum nýjustu aðferðir og úrvalsefni, s.s. gólfbón sem tryggja betri endingu. Val okkar á mildari efnum en flestir aðrir nota minnkar líkur á gólfefnaskemmdum eða öðru tjóni. 

Teppahreinsun
Viðhald teppa er sérstaklega vandasamt. Steinteppi má t.d. ekki þrífa með sömu aðferðum og hörð gólfefni. Til að tryggja faglega meðhöndlun býður Hreint ehf. viðskiptavinum sínum ákaflega vandaða teppahreinsiþjónustu. Leitaðu til fagmanna til þess að tryggja rétta meðhöndlun, þér verður vel tekið, enda gerum við vel í verði og verki. 

Nordic Eco Label

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja