Content

 

10

Minna af örplasti í þvottavatninu

Örplast Og Annað Úr Þvottavatni
Snemma á árinu tókum við hjá Hreint mikilvægt skref til að minnka magn örtrefja í þvottavatni með því að nota Cora Ball í þvottahúsi okkar. Frá febrúar til loka júní notuðum við Cora Ball í tveimur þvottavélum og á meðfylgjandi mynd má sjá allt það magn örplasts og hára sem boltarnir gleyptu og annars hefði farið í sjóinn. Ákvörðun hefur verið tekin að nota boltana áfram en áætlað er að þeir grípi 33% af örplasti sem losnar við þvott og annars færi í sjóinn. Hjá Hreint er þvegið gífurlegt magn af örtrefjatuskum og í hvert sinn sem þær eru þvegnar..

Meira


Hreint styður Bleiku slaufuna

Ari Þórðarson, framkvæmdarstjóri með Bleiku slaufuna (1)
Starfsfólk á skrifstofu og svæðisstjórar hjá Hreint fengu í byrjun mánaðarins Bleiku slaufuna að gjöf. Tilefnið er árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands í október í baráttu gegn krabbameini hjá konum. Við hjá Hreint fögnum þessu frábæra átaki og viljum um leið vekja athygli á því að Bleiki mánuðurinn er kjörið tækifæri til að láta gott af sér leiða. Krabbameinsfélagið hefur undanfarin 11 ár tileinkað októbermánuði baráttu gegn krabbameini hjá konum og er stuðningur almennings og fyrirtækja grundvöllur þess að Krabbameinsfélagið geti starfað. Styðjum gott framtak.   Á myndinni má sjá Ara Þórðarson, framkvæmdastjóra Hreint, með bleiku slaufuna í ár.   

Meira


Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja