Content

 

Hreint er Fyrirmyndafyrirtæki

FFi R-merki -2017_18_is _pos (1)

Hreint er Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2018 samkvæmt skilgreiningu Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Það er okkur hjá Hreint mikill heiður að hljóta viðurkenninguna, annað árið í röð, sem er staðfesting á góðum árangri fyrirtækisins og frábæru starfi starfsfólks.

Til að komast á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar yfir Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri þarf að uppfylla ýmis ströng skilyrði, s.s. að afkoman sé jákvæð, eiginfjárhlutfall sé umfram 20% og að ársreikningi sé skilað á réttum tíma. Aðeins 3% fyrirtækja á Íslandi eru Fyrirmyndarfyrirtæki samkvæmt skilyrðunum.

Hreint er einnig Framúrskarandi fyrirtæki samkvæmt skilgreiningu Creditinfo og hefur verið það síðastliðin þrjú ár en aðeins 2,2% fyrirtækja á Íslandi hlutu viðurkenninguna fyrr á árinu.

Hreint fagnar 35 ára afmæli sínu á þessu ári og er sérstaklega ánægjulegt að hampa þessum viðurkenningum á afmælisárinu. Tæplega tvö hundruð manns starfa hjá Hreint og er starfsaldur hár og starfsánægja mikil.

Starfsfólk Hreint er stolt af árangri fyrirtækisins og erum við staðráðin í að halda áfram á sömu braut. Hafðu samband við sérfræðinga okkar ef þú vilt vera í samskiptum og viðskiptum við framúrskarandi fyrirmyndarfyrirtæki.

Til baka

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja