Content

 

Afmælisblað Hreint er komið út

Hreintblad

Á dögunum kom út glæsilegt blað í tilefni 35 ára afmælis Hreint en þar er meðal annars fjallað um sögu fyrirtækisins, viðskiptavini þess og starfsfólk. Blaðið er einkar fróðlegt og urmull skemmtilegs efnis í því. 

Meðal efnis í blaðinu er viðtal við Guðbjörgu Erlendsdóttur, gæða-, starfsmanna- og þjónustustjóra Hreint. Í máli hennar kemur fram að um 200 manns starfa hjá fyrirtækinu og er fólkið af á þriðja tug þjóðerna. Það er því ágæt samlíking þegar Guðbjörg segir að fyrirtækið sé eins og litlu sameinuðu þjóðirnar.

Í viðtali við Ara Þórðarson, framkvæmdastjóra Hreint kemur fram að starfsfólk Hreint sinnir ræstingum hjá um 300 fyrirtækjum sem jafngildir um 40 milljónum fermetra á ári.

Ari hefur verið framkvæmdastjóri Hreint frá árinu 2002 en Hreint er ein stærsta og elsta ræstingaþjónusta landsins og segir Ari frá því að á síðustu 10 árum hafi fyrirtækið stækkað um rúmlega 200%.

Rúnar Ágúst Svavarsson er þróunar- og markaðsstjóri Hreint, í áhugaverðu viðtali minnir hann á að Hreint hefur hlotið nafnbótina Framúrskarandi fyrirtæki þrjú ár í röð, sem undirstrikar að Hreint býður mjög trausta og vandaða þjónustu á hagkvæmu verði.

Rúnar nefnir einnig að markmiðið er að gera Hreint að besta mögulega vinnustað fyrir ræstingafólk á Íslandi og að lögð hafi verið meiri áhersla á starfsmannafélagið og á nýjar og nútímalegri kennsluaðferðir í ræstingum til að takast á við sífellt breytilegt umhverfi. Mikilvægt sé að vera með puttann á púlsinum í ræstingum þar sem geirinn er að breytast mjög hratt um þessar mundir. Í afmælisblaðinu segir Rúnar frá róbotum sem voru prufaðir til ræstinga og  öðrum spennandi málum á þróunarsviðinu, til dæmis Cora ball sem er sérstakur bolti sem er settur í þvottavélarnar til þess að hirða upp plastagnirnar sem annars færu í sjóinn en allt um þetta má finna hér í afmælisblaðinu og mikið meira til.

Til baka

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja