Content

 

Hreint tekur mikilvægt skref til að minnka plastagnir í umhverfinu

20180209_143544_resized (002) (1)

Við hjá Hreint höfum tekið mikilvægt skref til að minnka örtrefjar sem fara með þvottavatni. Þannig leggjum við okkar af mörkum til að minnka plastagnir sem finnast í þvottavatni en slíkar agnir fara með öllu þvottavatni frá öllum þeim sem þvo þvotta. 

Veitur hafa tilkynnt  að örplast sé mælanlegt í vatnssýnum sem safnað var í vatnsveitu Veitna í Reykjavík. Enda þó niðurstaðan sé betri en staðan víða erlendis er þetta slæmt fyrir umhverfið og okkur.

Niðurstöður mælinganna sýna að 0,2-0,4 plastagnir fundust í hverjum lítra vatns sem safnað var. Þetta jafngildir um 1-2 slíkum ögnum í hverjum 5 lítrum vatns. Einn orsakavaldur þessara plastagna er þvottur á örtrefjatuskum. Í hvert sinn sem slíkar tuskur eru þvegnar sleppa litlar agnir út í umhverfið.

Við hjá Hreint þvoum gífurlegt magn af slíkum tuskum. Við tökum umhverfismál alvarlega, erum Svansvottuð, og viljum gera eins mikið og við getum til að minnka fótspor okkar. Þess vegna höfum við tekið í notkun í þvottahúsi okkar Cora Ball . Um er að ræða frábæra nýjung sem minnkar slíkar agnir verulega.

Boltinn grípur örtrefjar í þvottavélinni og því fara slíkar agnir ekki út með þvottavatninu og þaðan í sjóinn og umhverfið. Þú getur séð meira um Cora Ball hér.

Þetta er lítið skref sem þó hefur gífurlega mikil jákvæð áhrif og við erum stolt af því að hafa tekið eitt skrefið enn í að minnka fótspor okkar.

Til baka

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja