Content

 

Hreint er framúrskarandi – þriðja árið í röð!

Framurskarandi

Hreint hlaut á dögunum viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki frá Creditinfo. Þetta er þriðja árið í röð sem Hreint hlýtur viðurkenninguna, sem aðeins 2.2% fyrirtækja á Íslandi hljóta. Það er okkur hjá Hreint mikill heiður að hljóta viðurkenninguna sem er staðfesting á góðum árangri fyrirtækisins og frábæru starfi starfsfólks.  

Hreint fagnar 35 ára afmæli sínu á þessu ári og er sérstaklega ánægjulegt að hampa þessari viðurkenningu á afmælisárinu. Tæplega tvö hundruð manns starfa hjá fyrirtækinu og er starfsaldur hár og starfsánægja mikil. Auk þess að ná framúrskarandi árangri í rekstri, eins og viðurkenningin sannar, tekur Hreint samfélagslega ábyrgð sína alvarlega. Þannig hefur fyrirtækið sett sér bæði jafnréttisáætlun og umhverfisstefnu sem framfylgt er bæði í orði og á borði. Þess er skemmst að minnast að á síðasta ári gaf Hreint starfsmönnum sínum fjölnota burðarpoka til að minnka plastnotkun. 

Eins og áður sagði starfa tæplega 200 manns hjá Hreint og á hverjum tíma eru þeir frá á milli 20-30 þjóðernum. Því reynir mikið á samskipti. Samskipti eru einmitt eitt af gildum Hreint en ein megin áhersla í rekstri Hreint liggur á ánægjulegum, hvetjandi og gagnkvæmum samskiptum við viðskiptavini okkar og starfsfólk.

Starfsfólk og stjórnendur Hreint er stolt af árangri og fyrirtækisins og við erum staðráðin í að halda áfram á sömu braut. Hafðu samband við sérfræðinga okkar ef þú vilt vera í samskiptum og viðskiptum við framúrskarandi fyrirtæki.


Til baka

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja