Content

 

Hreint og Golfklúbburinn Oddur endurnýja samstarfssamning

IMG_1111-768x 512

Golfklúbburinn Oddur og Hreint ehf. endurnýjuðu nýlega samstarfssamning til næstu tveggja ára.

Síðustu ár hefur Hreint styrkt og stutt við starf GO og hefur það samstarf reynst farsælt fyrir báða aðila. Það var því einkar ánægjulegt þegar báðir aðilar ákváðu að endurnýja samninginn og halda þessu frábæra samstarfi áfram næstu tvö ár.

Undirritun samningsins fór fram á Urriðavelli og hér á myndinni er Ari Þórðarson framkvæmdastjóri Hreint hf. ásamt Þorvaldi Þorsteinssyni framkvæmdastjóra GO við undirritun samningsins. 

Til baka

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja