Content

 

Frábært tilboð á gluggaþvotti

Gluggathvottur

Þó veður sé óneitanlega rysjótt þessa dagana er engin leið að neita því að nú er vorið farið að banka upp á. Daginn hefur tekið að lengjast og nú er dagurinn orðinn lengri en nóttin. Það er því tilvalið að þrífa vetrarsaltið af gluggunum og horfa brosandi fram í birtuna. Þá kemur vortilboð Hreint sér í góðar þarfir því nú bjóðum við 15% afslátt af gluggaþvotti til viðskipta vina sinna.

Við hjá Hreint mætum í fyrirtæki þitt og gefum þér tilboð í gluggaþvott – þér að kostnaðarlausu. Við veitum svo 15% afslátt af gluggaþvottinum. Það er því ljóst að nú veitist þér tækifæri til að fá gluggaþvott á verulega hagstæðu verði.

Kostir gluggaþvottar eru ótvíræðir. Ekki aðeins eykur það útsýni úr starfstöðinni, heldur sýnir hreint og aðlaðandi aðkoma fyrirtækis að stjórnendur þess bera virðingu fyrir fyrirtækinu og viðskiptavinum sínum.

Hreinir gluggar veita birtu inn á vinnustaðinn og geta sparað pening í lýsingu. Starfsmenn merkja betri líðan þegar birtan er náttúruleg og falleg og því getur það aukið starfsandann.

Þá er ótalið að gluggaþvottur er viðhald. Það fer illa með glugga að hafa saltaustrið af götunum í lengri tíma á glerinu og eins veitir gluggaþvotturinn vörn fyrir álramma ef þeir eru til staðar, en allir vita hve slæm blanda salt og málmur er.

Það er því ekki eftir neinu að biða. Hafðu samband við sérfræðinga Hreint og sjáðu hvað við getum getum gert fyrir þig. Hreint er svansvottað fyrirtæki sem kappkostar við að nota umhverfisvænni lausnir við þrifin og því verða gluggarnir þínir hreinir og glansandi – fagmenn sjá um verkið og þú nýtur fallegs útsýnis með hreinni samvisku. Hafðu samband strax – tilboðið gildir út apríl.

Til baka

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja