Content

 

Nú mæðir á gólfefnunum

Hreint (1)

Á þessum árstíma er álagið á gólfefnin hvað mest. Slabb, salt, sandur og bleyta valda ekki aðeins miklum óhreinindum heldur geta þessir þættir valdið skemmdum á gólfefnum. Fyrsta skrefið í að vinna bug á slíku er að hreinsa vel frá inngöngum og svo taka góðar gólfmottur við. Reglubundnar og vandaðar ræstingar skipta svo höfuðmáli.

Það þekkja margir það hvimleiða vandamál að gólfefni geta orðið leiðinleg þrátt fyrir góðar, reglubundnar ræstingar. Slíkt getur helgast af mikilli umgengni, aldri gólfefnanna eða uppsöfnun hreinsiefna. Þegar þannig er ástatt er þörf á sértækari lausnum.

Slíkar lausnir geta til dæmis falist í bónleysingum eða bónun, póleringum eða teppahreinsunum – allt eftir efnum og aðstæðum. Þú getur fengið heimsókn frá sérfræðingi Hreint sem veitir ráðgjöf um hvaða lausnir þú þarft á að halda.

Hreint er Svansvottað fyrirtæki sem kappkostar að nota umhverfisvæn og sérlega vönduð efni til ræstinga og gólfræstingar eru þar ekki undanskildar.

Til baka

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja