Content

 

Framúrskarandi annað árið í röð

FF2015-2016_lodrett (1)

Hreint hefur verið valið framúrskarandi fyrirtæki að mati Credit info annað árið í röð. Til þess að vera valið framúrskarandi fyrirtæki þarf fyrirtækið að uppfylla ströng skilyrði sem Hreint gerði með glæsibrag.

Ríflega 35.000 fyrirtæki eru skráð á Íslandi en aðeins 624 fyrirtæki stóðust styrkleikamat Creditinfo og teljast því vera Framúrskarandi fyrirtæki 2016.

Hreint ehf. ræstingafyrirtæki hefur þjónað viðskiptavinum sínum í meira en 30 ár með áherslu á vottaða vinnuferla með frábærum árangri. Við höfum unnið með gæðahugtakið í 30 ár. Fagmennska Hreint er byggð á góðu aðgengi, góðum mannlegum samskiptum, hagræðingu og notagildi fyrir hvern einstakan viðskiptavin.

 Með staðfestingu á lista Credit Info yfir framúrskarandi fyrirtæki sýnum við í verki að við erum traust félag með sterkar rætur. Það er starfsfólk Hreint sem á mestan heiðurinn af árangri fyrirtækisins, enda eru starfsmenn okkar andlit fyrirtækis okkar út á við og inni á vinnustöðum viðskiptavina okkar. Við erum stolt af starfsfólki okkar og árangri þess.  

Vinnuumhverfi starfsfólks viðskiptavina er okkar stóra áhugamál – en samfélagsleg ábyrgð Hreint grundvallast á aukinni vellíðan á vinnustað. Hreint ehf. er vottað með norræna gæða- og umhverfismerkinu Svaninum.

Til baka

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja