Content

 

12

Áramótakveðja

Ernir 20161116_MG_5684-Edit
Enn eitt árið er nú að líða í aldanna skaut. Árið sem er að líða hefur  verið viðburðaríkt og skemmtilegt. Við hjá Hreint höfum haldið áfram að stækka, eflast og dafna á árinu og höldum áfram að setja gæði og heilbrigði í forgang. Við þökkum samfylgdina og samskiptin á árinu sem er að líða. Starfsmönnum þökkum við vel unnin störf  og viðskiptavinum þökkum við samvinnuna og við hlökkum til að eiga fleiri frábærar stundir á nýju ári.

Meira


Jólakveðja frá Hreint

Ernir 20161116_MG_5705-Editansnuru
Nú þegar vetrarsólhvörf eru að baki, og daginn tekur að lengja, koma jólin með allri sinni dýrð og helgi. Starfsfólk Hreint óskar viðskiptavinum sínum, og landsmönnum öllum, gleðilegra jóla. Við hjá Hreint lítum á ræstingar sem heilbrigðismál. Það er rétt að hafa það í huga nú þegar umgangspestir eru farnar að láta á sér kræla. Í húsráðum okkar er að finna góð ráð til að halda heimilinu hreinu og heilsusamlegu. Við færum ykkur hugheilar jólakveðjur og vonum að hátíðin verði ykkur öllum yndisleg í faðmi þeirra sem ykkur þykir vænt um.

Meira


Öflugt félagslíf hjá Hreint

31433574975_4c 4acc 12ae _b
Það er skammt stórra högga á milli í félagslífinu hjá Hreint. Um síðustu helgi var árshátíðin 2016 haldin í Félagsheimili Seltjarnarness. Árshátíðin var sérstaklega vel sótt og einróma álit þeirra sem mættu að hún hafi aldrei verið jafnglæsileg. Nú á laugardag verður svo haldið jólakaffi Hreint. Fjöldi skemmtikrafta tróð upp á árshátíðinni, þar á meðal hinn geysi vinsæli Frikki Dór sem flutti alla sína bestu slagara. Salurinn tók vel undir, söng og dansaði með. Veislustjóri kvöldsins var stjörnuleikarinn Albert Þór Albertsson en hann heillaði viðstadda upp úr skónum með gamanmálum og söng.  Að því loknu sá DJ Nalli til þess..

Meira


Svona á klósettrúllan að snúa

Klósettrúlla
Við hjá Hreint framkvæmdum óvísindalega könnun á Facebook síðu okkar um hvernig klósettrúllan á að snúa á klósettrúlluhaldaranum. Niðurstöðurnar voru afgerandi og má segja að það sé engum blöðum um það að fletta hvað þjóðinni finnst. Meira en 200 manns tóku þátt með því að skrifa athugasemd og þó nokkrir veldu valkostinn A, sum sé að rúllan sneri aftur, en yfirgnæfandi meirihluti er þeirrar skoðunar að rúllan eigi að snúa fram. Við fengum líka fleiri skemmtileg svör, margir vilja geyma klósettrúlluna á vatnskassanum, ofan á þvottakörfunni  eða vaskinum eða jafnvel í gluggakistunni. Sennilega er það nú svo að ekkert rétt..

Meira


Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja