Content

 

Nýttu þér tilboð nóvembermánaðar

Hreint (1)

Ef starfstöð fyrirtækis þíns státar af steinteppi þekkir þú að reglulega þarf að hreinsa það, rétt eins og venjuleg teppi. Til þess þarf sérþekkingu og hæfni sem sérfræðingar Hreint hafa öðrum framar. Skynsamlegt er að gera slíka hreinsun að minnsta kosti einu sinni til tvisvar á ári. Nú ber vel í ári því Hreint býður þeim viðskipta vinum sínum sem ekki eru með reglulegan viðhaldssamning 20% afslátt af steinteppahreinsun í nóvember.

Steinteppi njóta mikilla vinsælda bæði á vinnustöðum og heimilum. Þau sameina kosti harðra og mjúkra gólfefna og hljóðvist verður sérlega góð þar sem þau eru notuð. Reglulegar ræstingar eru mikilvægar því erfitt getur reynst að ná gömlum óhreinindum úr teppinu. Þá kemur til kasta okkar og okkar áralöngu reynslu af ræstingum og hreinsunum á steinteppum.

Við hvetjum viðskiptavini okkar, sem ekki eru með reglulegan viðhaldssamning, til að hafa samband við sérfræðinga okkar og nýta sér þetta frábæra tilboð: Við komum á staðinn, gerum föst skrifleg tilboð á hreinsun á steinteppum og framkvæmum svo hreinsunina fyrir verulega lækkað verð.

Til baka

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja