Content

 

Tilboð í október

Hreint (1)

Sérfræðingar okkar hjá Hreint hafa verið á þönum út um allan bæ að meta ástand gólfefna viðskiptavina okkar. Það er enda tilboð október mánaðar – ókeypis heimsókn sérfræðinga okkar sem meta ástand gólfefna. Þeir veita svo sérsniðna ráðgjöf um hvað er til ráða og til hvaða lausna er hægt að grípa.

Sérfræðingar Hreint hafa ráð undir rifi hverju og kunna skil á öllum vandamálum sem kunna að vera til staðar. Allir vita að mismunandi gólfefni krefst mismunandi meðferðar. Sérfræðingar Hreint kunna á öllu skil, hvort sem um er að ræða teppi eða parket, gólfdúk eða kork, þú kemur aldrei að tómum kofanum.

Í heimsókn sérfræðingsins er farið yfir ástand gólfsins og framhaldið metið. Reglubundnar gólfræstingar eru eðlilegt viðhald en misjafnt er hvað þarf að gera hverju sinni. Stundum þarf að fara í sértækari lausnir svo sem bónleysingar, bón, póleringar eða teppahreinsun. Sérfræðingar ráðleggja um slíkar þarfir og gefa tilboð í verkið.

Hafðu samband við sérfræðinga okkar og nýttu þér tilboðið – ókeypis heimsókn sérfræðings sem metur ástand gólfefnanna og ráðleggur um framhaldið. Tryggðu þér tíma og hafðu samband strax..

Til baka

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja