Content

 

Hreint þakkar samstarfið við ÖA

Hreint -hf

Farsælu samstarfi Hreint við starfsfólk, stjórnendur og heimilisfólk Öldrunarheimila Akureyrar (ÖA) er lokið. Hreint hefur séð um ræstingaþjónustu fyrir ÖA frá árinu 2012 en í kjölfar útboðs síðastliðið vor tekur nýr aðili við þjónustunni. Af þessu tilefni var Eydísi Björk Davíðsdóttur, svæðisstjóra Hreint á Norðurlandi færður þakklætisvottur frá Helga S. Guðmundssyni, framkvæmdastjóra ÖA og Helgu Erlingsdóttur, hjúkrunarforstjóra ÖA. Stjórnendum og starfsfólki Hreint var þökkuð ánægjuleg samskipti og uppbyggilegt samstarf á liðnum árum.

Hreint þakkar sömuleiðis fyrir ánægjulegt samskipti og samstarf liðinna ára og óskar stjórnendum, starfsfólki og heimilsfólki velfarnaðar í framtíðinni.

Til baka

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja