Content

 

Góður handþvottur er mikilvægur námsmönnum

Hreint (1)

Námsmenn eiga samneyti við marga á hverjum degi og algengt er að þeir skoði spjaldtölvur hvors annars eða snjallsíma, láni hvorum öðrum skriffæri, námsbækur eða bara heilsist með þéttu handabandi. Á sama tíma og gott handaband er merki um innileika og hlýju sem leiðir til mikillar vináttu þá er það ein af helstu smitleiðunum fyrir pestir af ýmsum toga.

Handaband og lélegur handþvottur getur verið ein af ástæðum þess að fólk veikist í kringum þig.

Brýnt er fyrir fólki frá barnsaldri að þvo sér reglulega um hendurnar. Það er ótrúlegt hversu margir skipulagðir og spaugsamir unglingar, jafnvel alvörugefið fullorðið fólk virðast ekki fara eftir þeim góðu leiðbeiningum.

Mikilvægt að þurrka hendurnar
Handþvottur einn og sér hreinsar ekki bakteríur af höndum fólks. Það skiptir líka máli hversu vel fólk þurrkar sér um hendurnar. Margfalt fleiri bakteríur geta borist á milli fólks ef hendur fólks eru blautar eða rakar miðað við hendur sem hafa verið þurrkaðar vel og vandlega. Mun áhrifaríkara er að þurrka hendur sínar með handklæði eða pappírsþurrku en handþurrkara.

Fáðu sápu og handklæði hjá Hreint
Við hjá Hreint lítum á ræstingar sem heilbrigðismál. Þú getur dregið úr möguleikanum á smitpestum í skólanum þínum, stofnuninni eða hjá fyrirtækinu þínu með viðskiptum við Hreint. Við útvegum viðskiptavinum okkar góðar hreinlætisvörurá frábæru verði og dreifum þeim frítt. Allar vörurnar eru viðurkenndar af norræna umhverfis- og gæðamerkinu Svaninum.

Við getum líka útvegað þér handþurrkupappír og handsápu. Þvottaþjónustan okkar sér um að skipt sé reglulega um handklæði við handlaugina inni á salerni.

Við hjá Hreint tryggjum hreinlætið hjá þér því hreinlæti er heilbrigðismál.

Til baka

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja