Content

 

Frábært tilboð: Fáðu ókeypis ráðgjöf sérfræðings

Hreint (1)

Ert þú nokkuð að missa af frábæru tilboði september og októbermánaðar hjá Hreint? Við bjóðum þér ókeypis ráðgjöf sérfræðings sem metur ástand gólfefna, veitir ráð til úrbóta og gerir tillögu um lausnir sem henta hverjum og einum.

Gólfefni eru mikilvæg hverju fyrirtæki, þau eru dýr og vönduð og flestir vilja fara vel með fjárfestingar sínar. Reglubundnar ræstingar eru nauðsynlegt viðhald gólfanna en stundum þarf sértækari lausna við.

Dæmi um slíkar lausnir eru til dæmis póleringar, bón og bónleysingar. Mismunandi þarfir eru á öllum stöðum og þá kemur ráðgjöf sérfræðinga Hreint í góðar þarfir. Sérfræðingar okkar hafa áralanga reynslu af öllum gólfefnum og hafa ráð undir rifi hverju. Starfsfólk Hreint getur leysir öll þessi verkefni á frábæran og hagkvæman hátt.

Hreint er Svansvottað fyrirtæki sem kappkostar að nota umhverfisvæn og sérlega vönduð efni til ræstinga og gólfræstingar eru þar ekki undanskildar. Hafðu samband við okkur og nýttu þér þetta frábæra tilboð. Fáðu heimsókn frá sérfræðingi Hreint þér að kostnaðarlausu.

Til baka

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja