Content

 

Fáðu heimsókn sérfræðings

Hreint (1)

Nú í september og október býður Hreint viðskiptavinum sínum frábært tilboð. Við bjóðum viðskiptavinum okkar að fá heimsókn sérfræðings sem metur ástand gólfefna, veitir ókeypis ráðgjöf og klæðskerasaumar lausn sem hentar hverjum og einum.

Ráðgjöfin er sjaldan mikilvægari en akkúrat núna þegar haustlægðirnar hafa hafið innreið sína með þeirri bleytu og óhreinindum sem þeim fylgir. Þó fæstir vilji til þess hugsa núna styttist líka í fyrsta snjóinn og saltið og sandinn sem er óvelkominn fylgifiskur. Sérfræðingar Hreint þekkja ráðin við þeim vandamálum sem þetta kann að skapa og vilja miðla af reynslu sinni.

Mikilvægi reglubundinna ræstinga er öllum ljóst en reglulega þarf að gera stærri gólfhreingerningar, svo sem bón, bónleysingar og póleringar. Við hjá Hreint erum sérfræðingar í slíku viðhaldi gólfefna og bjóðum upp á þess háttar sérþjónustu á góðum kjörum. Sérfræðingar okkar munu veita ráðgjöf um slíkt í heimsókninni.

Hafðu samband við okkur og fáðu heimsókn sérfræðings Hreint þér að kostnaðarlausu, með því tekur þú skref til að bæta endingu gólfanna sem viðheldur snyrtilegu yfirbragði vinnustaðarins.

Til baka

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja