Content

 

Hreint styrkir Styrktarfélag krabbameinssjúka barna

Skb

Árlegt golfmót Hreint fór fram 25. maí í blíðskaparveðri. Annað árið í röð var hluti fyrstu verðlauna styrkur sem veitist góðgerðafélagi að vali sigurvegarans. Í ár valdi sigurvegarinn Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og því afhenti Rúnar Ágúst Svavarsson, þróunar- og markaðsstjóri Hreint, félaginu 50 þúsund króna styrk frá Hreint á dögunum.

Að sögn Grétu Ingþórsdóttur, framkvæmdastjóra Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna greinast árlega að meðaltali 10-12 börn og unglingar með krabbamein á Íslandi. „Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað til að berjast fyrir réttindum og hagsmunum þeirra og fjölskyldna þeirra, auk þess að styðja við bakið á þeim, bæði fjárhagslega og félagslega,“ segir Gréta. Hún bætir því við að félagið njóti engra beinna opinberra styrkja og reiði sig alfarið á eigin fjáröflun og frjáls framlög einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja.

Hreint leggur mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð. „Þetta var í fimmta skiptið sem við höldum golfmótið en í fyrra ákváðum við að breyta fyrirkomulaginu þannig að hluti af fyrsta vinningi væri 50 þúsund króna styrkur til góðgerðafélags að vali sigurvegarans. Í fyrra varð Ljósið fyrir valinu en í ár Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna,“ Segir Rúnar Ágúst. Hann bætir því við að það sé sérstakt fagnaðarefni að Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna hafi orðið fyrir valinu.

Hreint er svansvottað ræstingafyrirtæki í fremstu röð á Íslandi. Mikil áhersla er lögð á gæði, umhverfisvernd og samfélagslega ábyrgð.

Til baka

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja