Content

 

Frábær afsláttur af þvottaþjónustu Hreint

Thvottathjonusta 2

Vöruúrval Hreint er í sífelldri þróun og við bætum reglulega við þjónustu okkar. Þvottaþjónusta Hreint er ein þjónustuleiða okkar og hefur hún notið gífurlegra vinsælda. Í júlí býður Hreint sérstakan afslátt af þvottaþjónustunni fyrir viðskiptavini sína. Til þess að nýta þér tilboðið þarftu aðeins að hafa samband við sérfræðinga okkar.

Þvottaþjónusta Hreint er sérstaklega þægileg þjónusta sem leysir vanda margra viðskiptavina okkar. Margir viðskiptavinir okkar hafa haft á orði við okkur að þeir hafi átt erfitt með að halda í við þvott svo ætíð séu nægjanlega mörg handklæði, eldhúsþurrkur (viskustykki) og eldhúsklútar til staðar. Þvottaþjónusta Hreint leysir þetta vandamál.

Viðskiptavinir Hreint sem nýta sér þvottaþjónustuna leigja vöruna, handklæðin, diskaþurrkurnar og eldhúsklútana, af okkur. Við sækjum svo óhreina þvottinn, þvoum hann og skilum til baka í snyrtilegum umbúðum. Þeir viðskiptavinir okkar sem hafa prófað þjónustuna skilja ekki hvernig þeir komust af án hennar áður. Það er líklega ástæða þess að engin þjónusta hefur vaxið jafn hratt hjá Hreint og þessi.

Júlí er rétti tíminn til að kynnast þvottaþjónustu Hreint því eins og áður sagði er hún á sérstöku tilboði í þessum mánuði. Hafðu samband við sérfræðinga Hreint og prófaðu þvottaþjónustu Hreint með 20% afslætti.

Til baka

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja