Content

 

Ræsting eykur heilbrigði og minnkar viðhald

Hreint (1)

Það vita flestir að ræstingar í fyrirtækjum eru mikilvægt viðhaldsmál. Þannig lengja reglulegar gólfræstingar endingu gólfefnanna og gluggaþvottur eykur almenna vellíðan starfsmanna ásamt því að fegra útlit starfsstöðvarinnar. Það gera sér færri grein fyrir því að ræstingar eru heilbrigðismál. Ef ræstingar á  vinnustaðnum er ekki sem skildi eykst hættan á smiti milli starfsmanna. Reglulegar ræstingar draga úr sýklaflórunni á vinnustaðnum. Við hjá Hreint bjóðum alhliða ræstiþjónustu sem eykur vellíðan á vinnustað, minnkar viðhald og eykur heilbrigði.

Hreint er eitt elsta og stærsta fyrirtæki á sviði ræstinga á Íslandi og hefur verið Svansvottað síðan 2010. Við seljum líka Svansvottaðar ræstingavörur til fastra viðskiptavina okkar á einstaklega hagstæðu verði og dreifum þeim frítt. Við leggjum mikla áherslu á frábæra þjónustu og gæði verka okkar.

Hátt gæðastig næst með góðu skipulagi og úttektum. Þegar fyrirtæki koma í viðskipti við okkur skilgreinum við þörfina en með því er mögulegt að halda uppi vönduðu þjónustustigi ásamt því að lækka kostnað. Framkvæmd er nákvæm úttekt og greining á ræstiþörfum hvers atvinnuhúsnæðis en þessi úttekt er lykillinn að hagstæðri ræstingu.

Sérfræðingar Hreint hafa búnaðinn, reynsluna og fagþekkinguna til að takast á við krefjandi verkefni. Ekkert verkefni er of stórt fyrir okkur og ekkert er of smátt. Sérgrein okkar er heildarumsjón ræstinga og þrotlaus vinna við gæðastefnu okkar, þróun nýrra lausna og símenntun skilar sér í bestu hugsanlegu gæðum fyrir viðskiptavini okkar.

Hafðu samband við sérfræðinga Hreint og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.

Til baka

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja