Content

 

Símenntun skilar árangri

Issa _robot 2 (003)

Hreint er leiðandi fyrirtæki í ræstingaþjónustu á Íslandi og eitt elsta og stærsta fyrirtækið á sínu sviði. Kappkostað er að viðhalda hæsta gæðaflokki og vera í fararbroddi þegar kemur að nýjungum á þessu sviði. Liður í því að viðhalda þessari stöðu er að sækja reglulega ráðstefnur og fyrirlestra um efnið. Ein stærsta sýning í ræstingaheiminum er ISSA/Interclean ráðstefnan sem haldin er annað hvert ár í Amsterdam og fór fram á dögunum. Hreint tók þátt í ráðstefnunni.

Sérstök áhersla var lögð á róbóta í ár og voru fjölmargar nýjungar á því sviði kynntar. Hreint hefur verið leiðandi fyrirtæki í rekstri ræstingaróbóta á Íslandi og gerði til dæmis samning við Öldrunarheimili Akureyrar um sjálfvirknivæðingu gólfræstinga, eins og sagt var frá í vor. Með réttri nýtingu róbóta má lækka kostnað við ræstingar og bæta árangur þeirra.

Á sýningunni var sérstakt svæði helgað sjálfvirkum hreinsitækjum og margar spennandi nýjungar kynntar. Róbótarnir vöktu mikla athygli og var fullt út úr dyrum þar sem þeir voru sýndir. Fulltrúar Hreint komu margs vísari heim en gátu líka miðlað af reynslu sinni.

Róbótar koma þó, sem betur fer, ekki alfarið í stað manneskjunnar enn sem komið er og því kynnti Hreint sér fleiri nýjungar á ráðstefnunni og sátu sérfræðingar félagsins ýmis námskeið og fyrirlestra. Sýningin þótti einstaklega vel heppnuð, meira en 30.000 gestir tóku þátt og voru þeir frá fleiri en 130 löndum. Sérfræðingar Hreint halda áfram að fylgast með nýsköpun og nýjungum í geiranum og munu því halda áfram að sækja ráðstefnur, viðskiptavinum sínum til gagns. Hafðu samband við Hreint og fáðu upplýsingar um hvernig sérfræðiþekking okkar getur gagnast þér.

Til baka

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja