Content

 

Við lærum af þeim bestu

Hreint Trend 4

Mikilvægur þáttur í því að reka fyrirtæki eins og Hreint sem leggur mikið upp úr þekkingu og reynslu starfsfólksins er að nota hvert tækifæri sem gefst til að auka við þá þekkingu. Í því skyni fengum við nýlega sérfræðing frá Gipeco í Svíþjóð til að halda stutt námskeið fyrir starfsfólkið okkar.

Einhver kynni eflaust að halda að það sé lítil framþróun í ræstingargeiranum, en sá hinn sami mun fljótlega komast að því að það er ekki rétt ef hann kynnir sér fagið aðeins. Það er sífelt verið að þróa betri aðferðir, tæki og efni til að nota við ræstingar, og sem leiðandi ræstingafyrirtæki á Íslandi með um þriggja áratuga reynslu fylgjumst við hjá Hreint vel með öllum nýjungum sem fram koma.

Farið var yfir moppun með gólfvörunum frá Trend, sem Ræstivörur flytja inn hingað til Íslands. Farið var yfir virkni efnanna og styrkleika í blöndun eftir aðstæðum á hverjum stað. Einnig var fjallað um muninn á þurrmoppun, rakmoppun og blautskúringu, virkni mismunandi moppa og mikilvægi réttrar íblöndunar og rétts rakastigs í hverri moppu í ræstingu. Á námskeiðinu voru ræstingastjórar, viðskiptastjórar og verkstjórar, sem munu svo deila þekkingu sinni með sínum undirmönnum.

Kann þitt starfsfólk réttu handtökin?
Það er gott fyrir stjórnendur fyrirtækja að hafa í huga hversu ör þróunin er í þessum geira, og hvernig hægt er að ná betri árangri með minni tilkostnaði með því að tileinka sér réttu aðferðirnar. Það er bara ein af ástæðunum fyrir því að það er betra að leita til fagmanna í þessum geira en að ráða eigin starfsmenn til starfa til að sinna ræstingum.

Fáðu sérfræðingana okkar til að ráðleggja þér hvernig best verður staðið að ræstingum hjá þínu fyrirtæki. Hafðu samband við Hreint og við sjáum um að ræsta þitt fyrirtæki.

Til baka

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja