Content

 

Hreint fagnar 10 árum á Akureyri

Eydís Björk Davíðsdóttir

Við hjá Hreint fögnum tímamótum um þessar mundir, en í ár eru liðin tíu ár síðan við hófum starfsemi í höfuðstað Norðurlands, Akureyri. Akureyringar hafa tekið okkur vel, og nú ætlum við að leyfa þeim að njóta þess enn frekar.

Okkar fólk á Akureyri glímir við snjóinn alla daga, rétt eins og bæjarbúar allir. Við vitum að það getur verið erfitt að halda gólfunum hreinum þegar snjórinn og slabbið berst inn í fyrirtækin með gestunum, sama hversu mikið menn reyna að berja af sér snjóinn áður en gengið er inn.

Í svona árferði skiptir miklu máli að reglulegar ræstingar séu sem bestar. Við hjá Hreint höfum tröllatrú á Eydísi Björku Davíðsdóttur, svæðisstjóra okkar á Akureyri, og harðsnúnu liði sem hún hefur á að skipa. Hana þekkja viðskiptavinir okkar á Akureyri af góðu einu.

Slegið í klárinn á Akureyri
Við höfum verið að byggja upp starfsemina okkar á Akureyri, og nú er kominn tími til að slá í klárinn. Við ætlum þess vegna að bjóða fyrirtækjum á Akureyri frábært tilboð. Þeir sem gera 12 mánaða samning fyrir lok mars fá fyrsta mánuðinn endurgjaldslaust. Hver vill ekki láta ræsta fyrirtækið sitt í mánuð án þess að greiða krónu fyrir?

Okkar traustu viðskiptavinir á Akureyri gleymast auðvitað ekki. Við munum koma sérstaklega til móts við þá með óvæntum glaðningi síðar á árinu.

Fáðu ráð frá sérfræðingunum
Eydís og aðrir sérfræðingar okkar geta ráðlagt þér hvernig best er að standa að ræstingum. Við getum líka leiðbeint þér um það sem betur má fara í þínu fyrirtæki til að verja gólfið, til dæmis með góðri gólfmottu við innganginn og fatahengi svo snjór af yfirhöfnum berist ekki inn. Við tökum líka að okkur átaksverkefni fyrir viðskiptavini okkar þegar virkilega þarf að taka til hendinni.

Kynntu þér það sem við hjá Hreint höfum að bjóða fyrirtækjum á Akureyri. Gott starfsfólk og öflugur stjórnandi á staðnum tryggir góð vinnubrögð. Hafðu samband og fáðu okkur til að halda vinnustaðnum þínum hreinum.

Til baka

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja