Content

 

Gæði ræstinga á salernum skipta miklu

handkl

Það skiptir starfsfólk miklu máli að vinnustaðir séu hreinir og snyrtilegir. Það á sérstaklega við um salerni á vinnustöðum. Notkun íslenskra starfsmanna á salernum vinnustaða hefur lítið sem ekkert verið rannsökuð, en þó nokkrar slíkar rannsóknir hafa verið gerðar erlendis.

Ein þeirra leiddi í ljós að um fjórðungur Bandaríkjamanna notar aldrei salerni á vinnustöðum. Sumir þeirra nota salernin líka í annað en þau eru ætluð, til dæmis hefur nærri tíundi hver Bandaríkjamaður borða á salerni á vinnustað sínum.

Flestir þvo sér í Bretlandi, Þýskalandi og Finnlandi
Fagtímaritið European Cleaning Journal fjallaði nýverið um aðra slíka könnun sem gerð var í Evrópu af SCA, sem framleiðir ýmsar hreinlætisvörur. Alls tóku 2.500 þátt í könnuninni, sem gerð var í Svíþjóð, Finnlandi, Belgíu, Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi og Póllandi.

Í flestum þessara landa er hlutfall þeirra sem þvo sér um hendurnar eftir að þeir nota salernið hátt. Um 89% sögðust þvo sér um hendurnar eftir heimsókn á salernið í Bretlandi, Þýskalandi og Finnlandi. Litlu lægra hlutfall, 87%, sagðist þvo sér í Svíþjóð og 86% í Póllandi. Hlutfallið var heldur lægra í Frakklandi og Belgíu, um 76%.

Handþvotti oft ábótavant
„Flestir gera sér grein fyrir mikilvægi þess að þvo sér vel um hendurnar en samt sem áður er handþvotti oft ábótant,“ segir í pistli um handþvott á síðunni doktor.is. „Rannsóknir hafa sýnt að með því að þvo sér vel og reglulega um hendurnar er hægt að draga verulega úr líkum á smiti og þannig minnka líkur á að veikjast sjálfur.“

Rolf Andersson, sérfræðingur hjá SCA, tekur undir þetta, í samtali við European Cleaning Journal. „Handþvottur er gríðarlega mikilvægur þáttur í því að forðast smitsjúkdóma. Ef þú ert með bakteríur á höndunum geta þær auðveldlega komist í munninn. Á salernum er oft mikil af bakteríum á takkanum til að sturta niður, á ljósarofanum, hurðarhúninum og krananum.“

Ræsting dregur úr smithættu
Þegar rannsóknir sýna að handþvotti er ábótavant er ljóst að hægt er að draga úr hættu á smiti með öflugum ræstingum á salernum vinnustaða. „Það skiptir miklu máli að þrífa vel. Þar sem eru óhreinindi finnur þú bakteríur. Það er sérstaklega mikilvægt að þrífa handföng, búnað til að sturta niður, ljósarofa og krana með réttum ræstivörum og að tæma ruslafötur reglulega,“ segir Andersson.

Við hjá Hreint erum sérfræðingar í ræstingum. Fyrir okkur eru ræstingar heilbrigðismál og því vitum við vel hvers vegna það þarf að þrífa salerni bæði vel og reglulega. Heyrðu í okkur og fáðu okkur til að auka heilbrigði starfsmanna þinna með reglulegum ræstingum.

Til baka

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja