Content

 

Fáðu persónulega þjónustu á Akureyri

bonvel_stigi

Við hjá Hreint höfum lengi átt gott samstarf með ýmsum öflugum fyrirtækjum á Akureyri. Okkar reynsla sýnir að persónuleg þjónusta sem veitt er af sérfræðingum sem eru með starfsstöð í bænum er lykilatriði til að viðhalda góðum viðskiptasamböndum. Svo spillir ekki fyrir að bjóða góð verð og þjónustu í hæsta gæðaflokki.

Við ætlum á næstunni að efla enn frekar starfsemi okkar á Akureyri undir öruggri handleiðslu Eydísar Bjarkar Davíðsdóttir, svæðisstjóra Hreint á Akureyri. Hún stýrir skipinu frá skrifstofu okkar á Furuvöllum, þar sem farið hefur vel um starfsemi Hreint á síðustu árum.

Til að nýir viðskiptavinir fái tækifæri til að kynnast þeim gæðum sem Eydís og aðrir starfsmenn Hreint á Akureyri ábyrgjast bjóðum við nýjum viðskiptavinum frábært tilboð. Þeir sem gera 12 mánaða samning um ræstingar fyrir lok mars fá fyrsta mánuðinn endurgjaldslaust. Ef þú vilt kynna þér málið er best að heyra beint í Eydísi og fá nánari upplýsingar.

Við gleymum auðvitað ekki núverandi viðskiptavinum okkar á Akureyri og munum koma til móts við þá með óvæntum glaðningi síðar á árinu!

Þú færð persónulega þjónustu hjá okkur
Hlutverk Eydísar er að tryggja að öll samskipti við viðskiptavini séu í lagi, og að gæði þjónustunnar séu eins og okkar viðskiptavinir eiga að venjast. Hún hefur verið búsett lengi á Akureyri og þekkir bæinn vel. Hún veit því hvernig hún getur veitt viðskiptavinum sem besta þjónustu á persónulegum nótunum.

Við bendum stjórnendum fyrirtækja og stofnana með starfsemi á Akureyri á að kynna sér hvað við hjá Hreint höfum upp á að bjóða. Við erum með gott starfsfólk og góðan stjórnanda í bænum sem tryggir góða ræstingu. Við höfum reglulega bent á mikilvægi þess að huga að gæðum í þessum málaflokki, meðal annars með tilliti til áhrifa á heilsu starfsmanna. Það gerði Ari Þórðarson, framkvæmdastjóri Hreint, til dæmis í nýlegri grein í Fréttablaðinu.

Heyrðu í okkur og fáðu upplýsingar um hvernig við getum hjálpað þér að halda þínu fyrirtæki hreinu!

Til baka

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja