Content

 

02

Fáðu persónulega þjónustu á Akureyri

bonvel_stigi
Við hjá Hreint höfum lengi átt gott samstarf með ýmsum öflugum fyrirtækjum á Akureyri. Okkar reynsla sýnir að persónuleg þjónusta sem veitt er af sérfræðingum sem eru með starfsstöð í bænum er lykilatriði til að viðhalda góðum viðskiptasamböndum. Svo spillir ekki fyrir að bjóða góð verð og þjónustu í hæsta gæðaflokki.Við ætlum á næstunni að efla enn frekar starfsemi okkar á Akureyri undir öruggri handleiðslu Eydísar Bjarkar Davíðsdóttir, svæðisstjóra Hreint á Akureyri. Hún stýrir skipinu frá skrifstofu okkar á Furuvöllum, þar sem farið hefur vel um starfsemi Hreint á síðustu árum. Til að nýir viðskiptavinir fái tækifæri til að kynnast..

Meira


Hugaðu að heilsunni hjá þínum starfsmönnum

golf
Það getur haft umtalsverð áhrif á rekstur fyrirtækja að rétt sé staðið að ræstingum. Öllum líður betur í hreinu umhverfi, en auk þess getur það haft bein áhrif á heilsu starfsmanna að vinna á vel ræstum vinnustað, og þar með fækkað veikindadögum.Ari Þórðarson, framkvæmdastjóri Hreint, skrifaði grein um tengsl ræstinga og heilbrigðis í Fréttablaðið í vikunni. Þar rekur hann með skýrum hætti hvernig það að ræsta vinnustaði vel hefur bein áhrif á heilsu starfsfólks, og þar með fjarvistir vegna veikinda.Eins og Ari fjallar um í greininni reyna margir vinnuveitendur að gera sitt til að draga úr veikindum starfsmanna. Það er..

Meira


Hreint ehf. eitt framúrskarandi fyrirtækja landsins

Framúrskarandi fyrirtæki
Við hjá Hreint ehf. erum stolt af því að vera á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki ársins 2015. Tæplega 36 þúsund fyrirtæki eru skráð á Íslandi. Af þeim uppfylla aðeins um 682 strangar kröfur sem Creditinfo setur fyrir því að fá að teljast til framúrskarandi fyrirtækja. Við hjá Hreint erum því í hópi 1,9% fyrirtækja sem fellur í þennan góða flokk.Þetta er sjötta árið í röð sem Creditinfo tekur saman lista yfir fyrirtæki sem uppfylla fjölmörg skilyrði sem sett eru til að fá að bera þennan eftirsótta titil. Aðeins 178 fyrirtæki uppfylltu skilyrðin árið 2010, og hefur fjöldi þeirra því..

Meira


Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja