Content

 

Verndaðu gólfið og stoppaðu snjóinn

Article Header

Nú þegar farið er að styttast í þorrann er snjórinn allsráðandi víðast hvar á landinu. Spáð er fallegu en köldu veðri áfram, samkvæmt Veðurstofu Íslands, svo ljóst er að snjórinn er ekki að fara neitt í bráð. Þeir sem ekki gerðu ráðstafanir í haust til að koma í veg fyrir að snjór berist inn í fyrirtæki standa nú sumir hverjir frammi fyrir því að gólf eru farin að skemmast.

Það er ekki of seint að grípa til aðgerða. Salt, snjór og bleytan sem honum fylgir getur skaðað gólfefni, sérstaklega parket og önnur viðkvæm efni. Sandur getur líka borist langt inn á gólf undir skóm og rispað og eytt slitfletinum á dúkum og parketi. Þeir sem ekki ætla að búa við ljót gólf, eða ætla sér að skipta út gólfefninu á hverju vori ættu að bregðast strax við.

 

Reglulegar ræstingar verja gólfin

Það skiptir miklu máli að það sé ræst reglulega þegar snjórinn og bleytan berst inn með gestum og gangandi. Við hjá Hreint höfum mikla reynslu af því að ræsta fyrirtæki á dagvinnutíma og vitum að það að láta saltpækilinn liggja á gólfinu fram á kvöld er ekki það sem er best fyrir gólfið. Ræstingar á dagvinnutíma tryggja að gólfin eru eins hrein og hægt er að hafa þau í vetrartíðinni.

Það er gott að bjóða þeim sem koma inn í þitt fyrirtæki að hengja af sér blautan vetrarfatnað á fataslá nærri útidyrum. Það dregur úr álagi á gólfefni ef blautir frakkar og kápur fara ekki lengra. Auðvitað verður að huga sérstaklega að gólfefninu undir fataslánni. Ef hægt er ætti það að vera vatnsþolið, til dæmis flísar eða marmari, en sé það ekki möguleiki getur þykk og góð motta varið gólfið vel.

 

Ný motta getur gert gæfumuninn

Öll fyrirtæki ættu að vera með grófa og góða gólfmottu við innganginn. Góð motta getur haft mikil áhrif á hversu mikið af bleytu og óhreinindum berst inn með fólki. Flestir gestir kunna sig og stappa af sér snjóinn á mottunni. Það skiptir máli að mottan sé góð, slitin motta gerir mun minna gagn en ný. Ef mottan í þínu fyrirtæki er orðin lúin getur borgað sig margfalt að skipta henni út.

 

Ekki láta veturinn fara illa með gólfið í þínu fyrirtæki. Hafðu samband við okkur hjá Hreint og fáðu góð ráð.

Til baka

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja