Content

 

2016

Áramótakveðja

Ernir 20161116_MG_5684-Edit
Enn eitt árið er nú að líða í aldanna skaut. Árið sem er að líða hefur  verið viðburðaríkt og skemmtilegt. Við hjá Hreint höfum haldið áfram að stækka, eflast og dafna á árinu og höldum áfram að setja gæði og heilbrigði í forgang. Við þökkum samfylgdina og samskiptin á árinu sem er að líða. Starfsmönnum þökkum við vel unnin störf  og viðskiptavinum þökkum við samvinnuna og við hlökkum til að eiga fleiri frábærar stundir á nýju ári.

Meira


Jólakveðja frá Hreint

Ernir 20161116_MG_5705-Editansnuru
Nú þegar vetrarsólhvörf eru að baki, og daginn tekur að lengja, koma jólin með allri sinni dýrð og helgi. Starfsfólk Hreint óskar viðskiptavinum sínum, og landsmönnum öllum, gleðilegra jóla. Við hjá Hreint lítum á ræstingar sem heilbrigðismál. Það er rétt að hafa það í huga nú þegar umgangspestir eru farnar að láta á sér kræla. Í húsráðum okkar er að finna góð ráð til að halda heimilinu hreinu og heilsusamlegu. Við færum ykkur hugheilar jólakveðjur og vonum að hátíðin verði ykkur öllum yndisleg í faðmi þeirra sem ykkur þykir vænt um.

Meira


Öflugt félagslíf hjá Hreint

31433574975_4c 4acc 12ae _b
Það er skammt stórra högga á milli í félagslífinu hjá Hreint. Um síðustu helgi var árshátíðin 2016 haldin í Félagsheimili Seltjarnarness. Árshátíðin var sérstaklega vel sótt og einróma álit þeirra sem mættu að hún hafi aldrei verið jafnglæsileg. Nú á laugardag verður svo haldið jólakaffi Hreint. Fjöldi skemmtikrafta tróð upp á árshátíðinni, þar á meðal hinn geysi vinsæli Frikki Dór sem flutti alla sína bestu slagara. Salurinn tók vel undir, söng og dansaði með. Veislustjóri kvöldsins var stjörnuleikarinn Albert Þór Albertsson en hann heillaði viðstadda upp úr skónum með gamanmálum og söng.  Að því loknu sá DJ Nalli til þess..

Meira


Svona á klósettrúllan að snúa

Klósettrúlla
Við hjá Hreint framkvæmdum óvísindalega könnun á Facebook síðu okkar um hvernig klósettrúllan á að snúa á klósettrúlluhaldaranum. Niðurstöðurnar voru afgerandi og má segja að það sé engum blöðum um það að fletta hvað þjóðinni finnst. Meira en 200 manns tóku þátt með því að skrifa athugasemd og þó nokkrir veldu valkostinn A, sum sé að rúllan sneri aftur, en yfirgnæfandi meirihluti er þeirrar skoðunar að rúllan eigi að snúa fram. Við fengum líka fleiri skemmtileg svör, margir vilja geyma klósettrúlluna á vatnskassanum, ofan á þvottakörfunni  eða vaskinum eða jafnvel í gluggakistunni. Sennilega er það nú svo að ekkert rétt..

Meira


Hvernig á klósettrúllan að snúa?

Klósettrúlla
Við hjá Hreint erum stolt af því að ánægja með þjónustu okkar er gífurlega mikil. Við leggjum metnað okkar í vönduð vinnubrögð og góða framkomu. Eitt verka okkar vekur þó ætíð nokkra umræðu og speglar það umræðuna í þjóðfélaginu. Hvort á klósettrúllan að snúa fram eða aftur á klósettrúlluhaldaranum? Nú spyr hugsanlega einhver hvað er fram og aftur á rúllu. Jú, við metum það svo að rúlla snúi fram þegar fremsta blaðið snýr frá veggnum en aftur þegar fremsta blaðið snýr að veggnum. Nú þegar við erum öll á sömu blaðsíðu getum við haldið áfram að vinda ofan af umræðunni...

Meira


Nýttu þér tilboð nóvembermánaðar

Hreint (1)
Ef starfstöð fyrirtækis þíns státar af steinteppi þekkir þú að reglulega þarf að hreinsa það, rétt eins og venjuleg teppi. Til þess þarf sérþekkingu og hæfni sem sérfræðingar Hreint hafa öðrum framar. Skynsamlegt er að gera slíka hreinsun að minnsta kosti einu sinni til tvisvar á ári. Nú ber vel í ári því Hreint býður þeim viðskipta vinum sínum sem ekki eru með reglulegan viðhaldssamning 20% afslátt af steinteppahreinsun í nóvember. Steinteppi njóta mikilla vinsælda bæði á vinnustöðum og heimilum. Þau sameina kosti harðra og mjúkra gólfefna og hljóðvist verður sérlega góð þar sem þau eru notuð. Reglulegar ræstingar eru..

Meira


Tilboð á steinteppahreinsun

Hreint (1)
Steinteppi er fallegt og endingargott gólfefni sem sameinar eiginleika mjúka gólfefna, eins og teppa, og harðra gólfefna eins og flísa. Þau gefa fallegt samræmt yfirbragð á rými og eru þægileg þar sem starfsfólk er mikið á ferð eða stendur lengi. Reglulegar ræstingar eru mikilvægar til að gólfefnin haldi sér falleg en einnig er ráðlegt að hreinsa teppin vel að minnsta kosti einu sinni á ári. Nú ber vel í ári því Hreint býður sérstakt tilboð á steinteppahreinsun í nóvember. Viðskiptavinir okkar fá 20% afslátt af hreinsuninni út mánuðinn. Sérfræðingar Hreint eru snillingar í steinteppahreinsun og hafa þeir áralanga reynslu af..

Meira


Eru gólfefnin leiðinleg?

Hreint (1)
Nú fer hver að verða síðastur að nýta sér tilboð októbermánaðar hjá Hreint. Nú býðst viðskiptavinum okkar að fá heimsókn sérfræðings sem metur ástand gólfefna sér að kostnaðarlausu. Sérfræðingurinn metur ástand gólfefnanna og veitir sértæka og lausnamiðaða ráðgjöf. Hafðu samband við sérfræðinga okkar strax í dag og nýttu þér þetta tilboð sem rennur út í þessum mánuði. Það þekkja margir það hvimleiða vandamál að gólfefni geta orðið leiðinleg þrátt fyrir góðar, reglubundna ræstingar. Slíkt getur helgast af mikilli umgengni, aldri gólfefnanna eða uppsöfnun hreinsiefna. Þegar þannig er ástatt er þörf á sértækari lausnum. Slíkar lausnir geta til dæmis falist í..

Meira


Hreint þakkar samstarfið við ÖA

Hreint -hf
Farsælu samstarfi Hreint við starfsfólk, stjórnendur og heimilisfólk Öldrunarheimila Akureyrar (ÖA) er lokið. Hreint hefur séð um ræstingaþjónustu fyrir ÖA frá árinu 2012 en í kjölfar útboðs síðastliðið vor tekur nýr aðili við þjónustunni. Af þessu tilefni var Eydísi Björk Davíðsdóttur, svæðisstjóra Hreint á Norðurlandi færður þakklætisvottur frá Helga S. Guðmundssyni, framkvæmdastjóra ÖA og Helgu Erlingsdóttur, hjúkrunarforstjóra ÖA. Stjórnendum og starfsfólki Hreint var þökkuð ánægjuleg samskipti og uppbyggilegt samstarf á liðnum árum. Hreint þakkar sömuleiðis fyrir ánægjulegt samskipti og samstarf liðinna ára og óskar stjórnendum, starfsfólki og heimilsfólki velfarnaðar í framtíðinni.

Meira


Tilboð í október

Hreint (1)
Sérfræðingar okkar hjá Hreint hafa verið á þönum út um allan bæ að meta ástand gólfefna viðskiptavina okkar. Það er enda tilboð október mánaðar – ókeypis heimsókn sérfræðinga okkar sem meta ástand gólfefna. Þeir veita svo sérsniðna ráðgjöf um hvað er til ráða og til hvaða lausna er hægt að grípa. Sérfræðingar Hreint hafa ráð undir rifi hverju og kunna skil á öllum vandamálum sem kunna að vera til staðar. Allir vita að mismunandi gólfefni krefst mismunandi meðferðar. Sérfræðingar Hreint kunna á öllu skil, hvort sem um er að ræða teppi eða parket, gólfdúk eða kork, þú kemur aldrei að..

Meira


Frábært tilboð: Fáðu ókeypis ráðgjöf sérfræðings

Hreint (1)
Ert þú nokkuð að missa af frábæru tilboði september og októbermánaðar hjá Hreint? Við bjóðum þér ókeypis ráðgjöf sérfræðings sem metur ástand gólfefna, veitir ráð til úrbóta og gerir tillögu um lausnir sem henta hverjum og einum. Gólfefni eru mikilvæg hverju fyrirtæki, þau eru dýr og vönduð og flestir vilja fara vel með fjárfestingar sínar. Reglubundnar ræstingar eru nauðsynlegt viðhald gólfanna en stundum þarf sértækari lausna við. Dæmi um slíkar lausnir eru til dæmis póleringar, bón og bónleysingar. Mismunandi þarfir eru á öllum stöðum og þá kemur ráðgjöf sérfræðinga Hreint í góðar þarfir. Sérfræðingar okkar hafa áralanga reynslu af öllum..

Meira


Góður handþvottur er mikilvægur námsmönnum

Hreint (1)
Námsmenn eiga samneyti við marga á hverjum degi og algengt er að þeir skoði spjaldtölvur hvors annars eða snjallsíma, láni hvorum öðrum skriffæri, námsbækur eða bara heilsist með þéttu handabandi. Á sama tíma og gott handaband er merki um innileika og hlýju sem leiðir til mikillar vináttu þá er það ein af helstu smitleiðunum fyrir pestir af ýmsum toga. Handaband og lélegur handþvottur getur verið ein af ástæðum þess að fólk veikist í kringum þig. Brýnt er fyrir fólki frá barnsaldri að þvo sér reglulega um hendurnar. Það er ótrúlegt hversu margir skipulagðir og spaugsamir unglingar, jafnvel alvörugefið fullorðið fólk..

Meira


Fáðu heimsókn sérfræðings

Hreint (1)
Nú í september og október býður Hreint viðskiptavinum sínum frábært tilboð. Við bjóðum viðskiptavinum okkar að fá heimsókn sérfræðings sem metur ástand gólfefna, veitir ókeypis ráðgjöf og klæðskerasaumar lausn sem hentar hverjum og einum. Ráðgjöfin er sjaldan mikilvægari en akkúrat núna þegar haustlægðirnar hafa hafið innreið sína með þeirri bleytu og óhreinindum sem þeim fylgir. Þó fæstir vilji til þess hugsa núna styttist líka í fyrsta snjóinn og saltið og sandinn sem er óvelkominn fylgifiskur. Sérfræðingar Hreint þekkja ráðin við þeim vandamálum sem þetta kann að skapa og vilja miðla af reynslu sinni. Mikilvægi reglubundinna ræstinga er öllum ljóst en..

Meira


Minnkaðu líkur á kvefi

Hreint (1)
Nú er haustið komið, fólk er mætt til starfa og börn í skóla. Fyrsta næturfrostið er staðreynd og fréttir berast af yfirvofandi haustlægðum. Það gengur sem sagt allt sinn vanagang. Haustinu fylgja líka kvef og flensa sem fæstir telja æskilega gesti. Ýmsar forvarnir eru í boði og með þeim mikilvægari eru ræstingar. Það er ekki ofsögum sagt að ræstingar eru heilbrigðismál og það höfum við hjá Hreint lagt ofuráherslu á. Smit verður ekki aðeins með beinni líkamlegri snertingu eða með því að verða fyrir hnerraúða frá öðrum. Veirurnar leynast líka á yfirborði hluta, til dæmis borðum, lyklaborðum og hurðarhúnum. Pennar,..

Meira


Leitaðu tilboða í ræstingarnar

Hreint (1)
Haustið nálgast nú óðfluga, skólarnir allir að hefjast og lífið fer að fara í sínar hefðbundu skorður. Það er að mörgu að hyggja á haustin og eitt af því er hvernig ræstingamálum fyrirtækisins á að vera háttað. Við hjá Hreint mælum með því að þú leitir tilboða hjá okkur í ræstingar fyrirtækisins. Við erum er eitt elsta og stærsta fyrirtæki á sviði ræstinga á Íslandi og höfum verið Svansvottuð síðan 2010. Hátt gæðastig næst með góðu skipulagi og úttektum. Þegar fyrirtæki koma í viðskipti við okkur skilgreinum við þörfina en með því er mögulegt að halda uppi vönduðu þjónustustigi ásamt..

Meira


Hreint styrkir Styrktarfélag krabbameinssjúka barna

Skb
Árlegt golfmót Hreint fór fram 25. maí í blíðskaparveðri. Annað árið í röð var hluti fyrstu verðlauna styrkur sem veitist góðgerðafélagi að vali sigurvegarans. Í ár valdi sigurvegarinn Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og því afhenti Rúnar Ágúst Svavarsson, þróunar- og markaðsstjóri Hreint, félaginu 50 þúsund króna styrk frá Hreint á dögunum. Að sögn Grétu Ingþórsdóttur, framkvæmdastjóra Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna greinast árlega að meðaltali 10-12 börn og unglingar með krabbamein á Íslandi. „Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað til að berjast fyrir réttindum og hagsmunum þeirra og fjölskyldna þeirra, auk þess að styðja við bakið á þeim, bæði fjárhagslega og félagslega,“ segir Gréta...

Meira


Ræstingar eru viðhald

Hreint (1)
Þegar krafist er sparnaðar er oft leitað leiða til að skera niður. Það getur verið rétta lausnin við ákveðnar aðstæður en þegar kemur að ræstingum er niðurskurður dýr og getur leitt til aukins kostnaðar. Reglulegar ræstingar spara fjármuni, vinnu og orku. Hér er um nauðsynlegt viðhald að ræða og engum dettur í hug að sparnaður í viðhaldi spari peninga þegar til lengri tíma er litið. Ræstingar gólfa eru eðlilegt viðhald á dúkum og parketi sem mikið álag er á. Gott viðhald gólfanna dregur úr álagi á ræstingafólkið sem ver minni tíma í ræstingarnar. Reglulega þarf að gera stærri gólfhreingerningar, svo..

Meira


Frábær afsláttur af þvottaþjónustu Hreint

Thvottathjonusta 2
Vöruúrval Hreint er í sífelldri þróun og við bætum reglulega við þjónustu okkar. Þvottaþjónusta Hreint er ein þjónustuleiða okkar og hefur hún notið gífurlegra vinsælda. Í júlí býður Hreint sérstakan afslátt af þvottaþjónustunni fyrir viðskiptavini sína. Til þess að nýta þér tilboðið þarftu aðeins að hafa samband við sérfræðinga okkar. Þvottaþjónusta Hreint er sérstaklega þægileg þjónusta sem leysir vanda margra viðskiptavina okkar. Margir viðskiptavinir okkar hafa haft á orði við okkur að þeir hafi átt erfitt með að halda í við þvott svo ætíð séu nægjanlega mörg handklæði, eldhúsþurrkur (viskustykki) og eldhúsklútar til staðar. Þvottaþjónusta Hreint leysir þetta vandamál. Viðskiptavinir..

Meira


Komdu í hóp frábærra starfsmanna

Hreint (1)
Hreint er leiðandi fyrirtæki í ræstingageiranum á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa um 200 manns af liðlega 20 þjóðernum. Starfsandinn er frábær og vinnutíminn er sveigjanlegur. Hreint getur alltaf bætt við sig starfsfólki og hver veit nema við séum að leita að þér. Hreint leggur mikla áherslu á vandaðar ráðningar, við erum hlutlaus og fagleg og tökum mið af jafnréttisáætlun okkar þegar starfsfólk er valið. Góð þjálfun starfsfólks er okkur kappsmál og við ráðningu fer nýtt starfsfólk í Hreint skólann. Þar fer fram rafræn fræðsla um fyrirtækið og verklag við ræstingar. Þá fær nýtt starfsfólk afhentan starfsmannabækling sem er fáanlegur á..

Meira


Vantar þig aukastarf á Akranesi?

Akranes
Starfsfólk óskast til ræstinga bæði í dagvinnu og á kvöldin. Leitað er eftir starfsmanni sem er jákvæður, þjónustulundaður, skipulagður og sjálfstæður í vinnubrögðum.  Skilyrði fyrir ráðningu:Hreint sakavottorðVera 20 áraGóða kunnátta í ensku eða íslensku Upplýsingar eingöngu veittar hjá Örnu Kristínu Harðardóttur, ráðningarstjóra, með tölvupósti á arna@hreint.is. Áhugasamir eru beðnir um að leggja inn umsókn á http://atvinna.hreint.is We are looking for cleaners in day and evening work in Akranes. We are looking for someone who has a positive attitude, service motivated, organized and independent.  Conditions of employement:Clean criminal recordBe 20 years or over. Good knowledge of English or Icelandic Information are provided solely by Kristin..

Meira


Vantar þig vinnu á Akureyri?

Akureyri
Hreint óskar eftir að ráða starfsmann til ræstinga á Akureyri. Vantar bæði fólk í sumarafleysingar og til framtíðar (dag- og kvöldvinna). Skilyrði fyrir ráðningu:Hreint sakavottorðVera 20 áraGóða kunnátta í ensku eða íslensku Upplýsingar eingöngu veittar hjá Eydísi Björk, svæðisstjóra, með tölvupósti á eydis@hreint.is. eða í síma 822-1870. Áhugasamir eru beðnir um að leggja inn umsókn á http://atvinna.hreint.is We are looking for cleaners for summer work as well as future work (day and night time) in Akureyri. We are looking for someone who has a positive attitude, service motivated, organized and independent.  Conditions of employement:Clean criminal recordBe 20 years or over. Good knowledge of English..

Meira


Ræsting eykur heilbrigði og minnkar viðhald

Hreint (1)
Það vita flestir að ræstingar í fyrirtækjum eru mikilvægt viðhaldsmál. Þannig lengja reglulegar gólfræstingar endingu gólfefnanna og gluggaþvottur eykur almenna vellíðan starfsmanna ásamt því að fegra útlit starfsstöðvarinnar. Það gera sér færri grein fyrir því að ræstingar eru heilbrigðismál. Ef ræstingar á  vinnustaðnum er ekki sem skildi eykst hættan á smiti milli starfsmanna. Reglulegar ræstingar draga úr sýklaflórunni á vinnustaðnum. Við hjá Hreint bjóðum alhliða ræstiþjónustu sem eykur vellíðan á vinnustað, minnkar viðhald og eykur heilbrigði. Hreint er eitt elsta og stærsta fyrirtæki á sviði ræstinga á Íslandi og hefur verið Svansvottað síðan 2010. Við seljum líka Svansvottaðar ræstingavörur til fastra..

Meira


Vantar þig sumarstarf?

Hreint (1)
Vantar þig sumarstarf? Hreint ehf. óskar eftir starfsfólki í sumarstörf við ræstingar í Reykjavík og nágrenni. Um er að ræða sumarstörf frá júní til september og erum við með lausar stöður bæði í fullt starf sem og hlutastörf. Leitað er að starfsfólki sem er jákvætt, skipulagt og sjálfstætt í vinnubrögðum. Skilyrði fyrir ráðningu Hreint sakavottorð Vera 18 ára eða eldri Góð kunnátta í íslensku eða ensku Áhugasamir eru beðnir um að leggja inn umsókn á http://atvinna.hreint.is eða senda ferilskrá með tölvupósti á netfangið arna@hreint.is  Would you like to work in Iceland over the summer? Hreint ehf. is hiring for summer..

Meira


Símenntun skilar árangri

Issa _robot 2 (003)
Hreint er leiðandi fyrirtæki í ræstingaþjónustu á Íslandi og eitt elsta og stærsta fyrirtækið á sínu sviði. Kappkostað er að viðhalda hæsta gæðaflokki og vera í fararbroddi þegar kemur að nýjungum á þessu sviði. Liður í því að viðhalda þessari stöðu er að sækja reglulega ráðstefnur og fyrirlestra um efnið. Ein stærsta sýning í ræstingaheiminum er ISSA/Interclean ráðstefnan sem haldin er annað hvert ár í Amsterdam og fór fram á dögunum. Hreint tók þátt í ráðstefnunni. Sérstök áhersla var lögð á róbóta í ár og voru fjölmargar nýjungar á því sviði kynntar. Hreint hefur verið leiðandi fyrirtæki í rekstri ræstingaróbóta..

Meira


Frábær afsláttur af Lucart pappír

Environmental
Viðskiptavinum Hreint býðst nú glæsilegt tilboð á Lucart salernispappír og miðaþurrkum. Í maímánuði bjóðum við 20% afslátt af þessum frábæru og umhverfisvænu vörum. Hafðu samband við okkur og fáðu frekari upplýsingar um tilboðið. Lucart Natural eru úrvals pappírsvörur sem unnar eru úr endurunnum drykkjarfernum í samstarfi við Tetra Pak, sem meðal annars framleiðir íslensku mjólkurfernurnar. Tetra Pak útvegar fernurnar en sérstök tækni Lucart fjarlægir álhúðina innan úr fernunum og önnur óæskileg efni og vinnur svo pappatrefjarnar áfram. Umhverfisáhrif salernispappírs eru gífurleg. Til þess að framleiða salernispappír eru felld 27.000 tré á hverjum einasta degi. Eitt tré framleiðir aðeins 45 kíló..

Meira


Svæðisumsjón á Vesturlandi

Gluggathvottur
Hreint ehf leitar að starfsmanni til að hafa umsjón með verkefnum fyrirtækissins á Akranesi í 10% hlutastarfi. Helstu verkefni: • Umsjón með ræstingarverkefnum • Kennsla og hvatning starfsmanna • Þvottur • Útkeyrsla • Önnur tilfallandi störf Menntunar- og hæfniskröfur: • Hæfni í mannlegum samskiptum • Íslenskukunnátta skilyrði • Hreint sakavottorð skilyrði • Ökuréttindi og bíll til umráða skilyrði Upplýsingar veitir Guðbjörg Erlendsdóttir með tölvupósti á gudbjorg@hreint.is Áhugasamir eru beðnir um að leggja inn umsókn á http://atvinna.hreint.is Umsóknarfrestur til 13. maí

Meira


Fræðslustjóri að láni

Fraedslustjori A Lani
Hreint, VSSÍ og VR hafa skrifað upp á samstarfssamning um fræðslustjóra að láni. Markmið verkefnisins er að gera fyrirtækinu kleift að setja fræðslu stjórnenda og starfsmanna skrifstofu í markvissan farveg og auka menntunarstigið hjá fyrirtækinu, bæði hvað varðar gæði og eins þjónustu ásamt því að auka framlegð og starfsánægju starfsmanna. Afurð verkefnisins er fræðsluáætlun sem fyrirtækið fylgir eftir næstu 12 -24 mánuði og getur þá byggt áframhaldandi fræðslu á áætluninni. 

Meira


Ekki missa af gluggaþvottatilboðinu!

Gluggathvottur
Í apríl er sérstakt tilboð á gluggaþvotti fyrir viðskiptavini Hreint. Við bjóðum 15% afslátt af verði gluggaþvotts. Það eina sem þú þarft að gera er að hafa samband við okkur, við komum á staðinn og metum aðstæður. Við gerum svo fast skriflegt tilboð á verulega lækkuðu verði. Nú er lítið eftir af apríl og því ekki seinna vænna en að hafa samband svo þú missir ekki af þessu tilboði á gluggaþvotti. Gluggaþvottur er mikilvægari en margir halda. Fyrstu hughrif viðskiptavina skipta miklu máli og gluggarnir eru oft það fyrsta sem þeir sjá þegar þeir koma í heimsókn. Enginn tekur á..

Meira


Frábært tilboð á gluggaþvotti

Gluggathvottur
Með hækkandi sól verða óhreinindi meira áberandi en þau voru í skammdeginu. Það á ekki síst við um gluggana sem hafa látið á sjá eftir alla seltuna, sandinn og rykið í vetur. Við hjá Hreint bjóðum viðskiptavinum 15% afslátt af gluggaþvotti í apríl. Hafðu samband við okkur og við mætum á staðinn, skoðum aðstæður og gerum skrifleg föst tilboð á verulega lækkuðu verði. Engin skuldbinding felst í því að fá sérfræðing Hreint í heimsókn til að meta gluggaþvottinn Allir vita hve áríðandi er að hafa hreint í kringum sig. Það skiptir starfsfólk miklu máli að vinnustaðir séu hreinir og snyrtilegir..

Meira


Starfsfólk óskast í sumarstörf / Summer jobs in Iceland

bonvel_stigi
Starfsfólk óskast í sumarstörf Hreint ehf. óskar eftir starfsfólki í sumarstörf við ræstingar í Reykjavík og nágrenni. Um er að ræða sumarstörf frá maí til september og erum við með lausar stöður bæði í fullt starf sem og hlutastörf. Leitað er að starfsfólki sem er jákvætt, skipulagt og sjálfstætt í vinnubrögðum. Skilyrði fyrir ráðningu: Hreint sakavottorð Vera 18 ára eða eldri Góð kunnátta í ensku eða íslensku er kostur Áhugasamir eru beðnir um að leggja inn umsókn á http://atvinna.hreint.is eða senda ferilskrá með tölvupósti á netfangið arna@hreint.is   Poszukujemy pracownikow na lato Hreint ehf.poszukuje chetnych do pracy przy sprzataniu na..

Meira


Samstarf um sjálfvirknivæðingu gólfræstinga

Halldór 023 (1)
Samið hefur verið um að ræstingaróbótar verði notaðir til gólfræstinga á Öldrunarheimili Akureyrar í sérstöku tilraunaverkefni með þessa nýju tækni. Skrifað var undir samning á milli Öldrunarheimilisins og Hreint nýverið um verkefnið. Tilgangur þess er að auka sjálfvirknivæðingu gólfræstinga og þar með lækka kostnað við ræstingar og bæta árangur þeirra. Með verkefninu halda Hreint og Öldrunarheimili Akureyrar áfram farsælu og góðu samstarfi sem staðið hefur undanfarin ár. Halldór Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, og Ari Þórðarson, framkvæmdastjóri Hreint, undirrituðu samninginn á Akureyri þann 18. mars síðastliðinn. Samkvæmt samningnum verða í fyrstu gerðar prófanir á ryksuguróbótum á opnum svæðum og í..

Meira


Gæði ræstinga á salernum skipta miklu

handkl
Það skiptir starfsfólk miklu máli að vinnustaðir séu hreinir og snyrtilegir. Það á sérstaklega við um salerni á vinnustöðum. Notkun íslenskra starfsmanna á salernum vinnustaða hefur lítið sem ekkert verið rannsökuð, en þó nokkrar slíkar rannsóknir hafa verið gerðar erlendis. Ein þeirra leiddi í ljós að um fjórðungur Bandaríkjamanna notar aldrei salerni á vinnustöðum. Sumir þeirra nota salernin líka í annað en þau eru ætluð, til dæmis hefur nærri tíundi hver Bandaríkjamaður borða á salerni á vinnustað sínum.Flestir þvo sér í Bretlandi, Þýskalandi og FinnlandiFagtímaritið European Cleaning Journal fjallaði nýverið um aðra slíka könnun sem gerð var í Evrópu af..

Meira


Frábært tilboð á mögnuðu moppuskafti

Greenspeed -sprenkler -dweilsysteem -set -met -een -mop
Það eru sennilega ekki margir sem hlakka til þess þegar þarf að skúra heimilið eða vinnustaðinn. Ef skúringagræjurnar eru gamlar og þreyttar er enda lítið til að hlakka til. En við hjá Hreint höfum auðvitað ráð undir rifi hverju og getum auðveldað þér lífið verulega.Hvernig hljómar að þurfa aldrei að vinda moppuna og að hætta að draga fötu með sápuvatni á eftir þér við skúringarnar? Ef það hljómar vel skaltu halda áfram að lesa. Við ætlum að bjóða viðskiptavinum Hreint 30% afslátt af Greenspeed moppuskaftinu, einni moppu og einum lítra af Buzil Planta soft umhverfisvænum alhliðahreinsi. Með afslættinum kostar þetta..

Meira


Við lærum af þeim bestu

Hreint Trend 4
Mikilvægur þáttur í því að reka fyrirtæki eins og Hreint sem leggur mikið upp úr þekkingu og reynslu starfsfólksins er að nota hvert tækifæri sem gefst til að auka við þá þekkingu. Í því skyni fengum við nýlega sérfræðing frá Gipeco í Svíþjóð til að halda stutt námskeið fyrir starfsfólkið okkar.Einhver kynni eflaust að halda að það sé lítil framþróun í ræstingargeiranum, en sá hinn sami mun fljótlega komast að því að það er ekki rétt ef hann kynnir sér fagið aðeins. Það er sífelt verið að þróa betri aðferðir, tæki og efni til að nota við ræstingar, og sem..

Meira


Hreint fagnar 10 árum á Akureyri

Eydís Björk Davíðsdóttir
Við hjá Hreint fögnum tímamótum um þessar mundir, en í ár eru liðin tíu ár síðan við hófum starfsemi í höfuðstað Norðurlands, Akureyri. Akureyringar hafa tekið okkur vel, og nú ætlum við að leyfa þeim að njóta þess enn frekar.Okkar fólk á Akureyri glímir við snjóinn alla daga, rétt eins og bæjarbúar allir. Við vitum að það getur verið erfitt að halda gólfunum hreinum þegar snjórinn og slabbið berst inn í fyrirtækin með gestunum, sama hversu mikið menn reyna að berja af sér snjóinn áður en gengið er inn.Í svona árferði skiptir miklu máli að reglulegar ræstingar séu sem bestar...

Meira


Fáðu persónulega þjónustu á Akureyri

bonvel_stigi
Við hjá Hreint höfum lengi átt gott samstarf með ýmsum öflugum fyrirtækjum á Akureyri. Okkar reynsla sýnir að persónuleg þjónusta sem veitt er af sérfræðingum sem eru með starfsstöð í bænum er lykilatriði til að viðhalda góðum viðskiptasamböndum. Svo spillir ekki fyrir að bjóða góð verð og þjónustu í hæsta gæðaflokki.Við ætlum á næstunni að efla enn frekar starfsemi okkar á Akureyri undir öruggri handleiðslu Eydísar Bjarkar Davíðsdóttir, svæðisstjóra Hreint á Akureyri. Hún stýrir skipinu frá skrifstofu okkar á Furuvöllum, þar sem farið hefur vel um starfsemi Hreint á síðustu árum. Til að nýir viðskiptavinir fái tækifæri til að kynnast..

Meira


Hugaðu að heilsunni hjá þínum starfsmönnum

golf
Það getur haft umtalsverð áhrif á rekstur fyrirtækja að rétt sé staðið að ræstingum. Öllum líður betur í hreinu umhverfi, en auk þess getur það haft bein áhrif á heilsu starfsmanna að vinna á vel ræstum vinnustað, og þar með fækkað veikindadögum.Ari Þórðarson, framkvæmdastjóri Hreint, skrifaði grein um tengsl ræstinga og heilbrigðis í Fréttablaðið í vikunni. Þar rekur hann með skýrum hætti hvernig það að ræsta vinnustaði vel hefur bein áhrif á heilsu starfsfólks, og þar með fjarvistir vegna veikinda.Eins og Ari fjallar um í greininni reyna margir vinnuveitendur að gera sitt til að draga úr veikindum starfsmanna. Það er..

Meira


Hreint ehf. eitt framúrskarandi fyrirtækja landsins

Framúrskarandi fyrirtæki
Við hjá Hreint ehf. erum stolt af því að vera á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki ársins 2015. Tæplega 36 þúsund fyrirtæki eru skráð á Íslandi. Af þeim uppfylla aðeins um 682 strangar kröfur sem Creditinfo setur fyrir því að fá að teljast til framúrskarandi fyrirtækja. Við hjá Hreint erum því í hópi 1,9% fyrirtækja sem fellur í þennan góða flokk.Þetta er sjötta árið í röð sem Creditinfo tekur saman lista yfir fyrirtæki sem uppfylla fjölmörg skilyrði sem sett eru til að fá að bera þennan eftirsótta titil. Aðeins 178 fyrirtæki uppfylltu skilyrðin árið 2010, og hefur fjöldi þeirra því..

Meira


Starfsfólk ánægt með ræstingar á dagvinnutíma

Thvottathjonusta 2
Sífellt fleiri fyrirtæki og stofnanir vilja að vinnustaðurinn sé ræstur á dagvinnutíma. Það er af sem áður var að starfsfólk sem ræstir vinnustaðinn vinni á kvöldin og fram á nætur. Þessi þróun er engin tilviljun, enda margt sem mælir með því að fá okkur hjá Hreint til að ræsta á dagvinnutíma.Það eru margir kostir því samfara að ræsta á daginn. Með því sparast ýmis kostnaður. Til dæmis þarf ekki að hafa húsnæðið uppljómað fram eftir kvöldi svo hægt sé að ræsta. Hreinlætið á vinnustaðnum eykst einnig. Rannsókn sem vitnað er til í nýlegu eintaki af European Cleaning Journal sýnir að..

Meira


Verndaðu gólfið og stoppaðu snjóinn

Article Header
Nú þegar farið er að styttast í þorrann er snjórinn allsráðandi víðast hvar á landinu. Spáð er fallegu en köldu veðri áfram, samkvæmt Veðurstofu Íslands, svo ljóst er að snjórinn er ekki að fara neitt í bráð. Þeir sem ekki gerðu ráðstafanir í haust til að koma í veg fyrir að snjór berist inn í fyrirtæki standa nú sumir hverjir frammi fyrir því að gólf eru farin að skemmast. Það er ekki of seint að grípa til aðgerða. Salt, snjór og bleytan sem honum fylgir getur skaðað gólfefni, sérstaklega parket og önnur viðkvæm efni. Sandur getur líka borist langt inn..

Meira


Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja