Content

 

Rétt skal vera rétt - rangfærslur í málflutningi starfsmanns Eflingar

Hreintlogogamalt1 (1)

Rekstur Hreint hefur alla tíð byggst á því að virða og starfa í samræmi við ákvæði kjarasamninga, lög og aðrar þær reglur sem um starfsemina gilda. Meira en þrjátíu ára saga staðfestir það. Þær ásakanir sem koma fram í frétt DV, fimmtudaginn 30. apríl, og hafðar eru eftir starfsmanni stéttarfélagsins Eflingar eru bæði rangar og skaða fyrirtækið. Vegna þeirra vinnur félagið nú með lögmanni að því að leiðrétta þessar röngu ásakanir og leita réttar síns.

Eðli málsins samkvæmt geta forsvarsmenn Hreint ekki tjáð sig um mál einstakra starfsmanna eða viðskiptavina. Staðreynd málsins er þó sú að til Eflingar leitaði starfsmaður sem hefur unnið við ræstingar hjá Hreint í nokkurn tíma. Málið var tekið til skoðunar af hálfu beggja aðila og var fundað um það í gær, miðvikudaginn 29. apríl, með fulltrúum stéttarfélagsins. Forsvarsmenn Hreint telja að með umfjöllun starfsmanns stéttarfélagins í fjölmiðlum hafi trúnaður verið brotin, bæði um málefni einstakra viðskiptavina fyrirtækisins og rétt forsvarsmanna þess til að sinna starfi sínu við að leysa mál starfsmanna með sanngjörnum og eðlilegum hætti.

Forsvarsmenn Hreint harma að starfsmaður Eflingar skuli kjósa að fjalla opinberlega um málefni einstakra starfsmanna og viðskiptavina fyrirtækisins með þessum hætti í stað þess að leiða málið til lykta á sameiginlegum vettvangi.

 

Til baka

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja