Content

 

Ágreiningi milli Hreint og Eflingar lokið með sátt

Hreintefling

Nýlega gerðu Hreint ehf og stéttarfélagið Efling sátt um ágreining aðila sem varðar framkvæmd kjarasamninga hjá starfsfólki Hreint á LSH. Þar með var endir bundinn á mál sem tekið hefur nokkurn tíma að leysa og setti annars góð samskipti aðila á liðnum áratugum í uppnám.

Í huga forráðamanna Hreint skiptir miklu máli að með niðurstöðunni hefur ákveðinni óvissu starfsfólks okkar á LSH verið eytt og m.a. breyttu vinnuskipulagi verið komið á sem mun styrkja þjónustuna í verkefninu. Hreint hefur aldrei byggt starfsemi sína á öðru en að fara að kjarasamningum, virða lög og reglur og sinna jákvæðum samskiptum við hagsmunaaðila fyrirtæksins. Vottun Svansins til dæmis, staðfestir það reglulega. Það er því ánægjulegt að ágreiningi aðila er lokið með sátt sem Samtök atvinnulífsins komu að.

Fram hefur komið í máli fulltrúa Eflingar þær áhyggjur sem stéttarfélagið hefur af þróun útboðsmála á ræstingarmarkaði. Félagið hefur gagnrýnt ýmsa þætti útboðsgagna og margt með réttu. Mikil aukning hefur orðið á útboðum frá árinu 2008 og sérílagi stofnanir og fyrirtæki hins opinbera leitað leiða í gegnum útboð, að koma á breyttu skipulagi ræstinga í húsakynnum sínum. Forráðamenn Hreint eru sammála Eflingu um óæskilega þróun þessara útboða sem stundum má helst líkja við uppboðsmarkað. Á þeim markaði hagnast enginn – ekki verkkaupi, ekki ræstingafólk og ekki verktaki.

Með þessa sömu sýn á þróun útboða og samkomulagi um frágang á ágreiningi Hreint og Eflingar, vonast forráðamenn Hreint eftir áframhaldi á góðum samskiptum aðila sem teygja sig aftur til ársins 1983.

Til baka

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja