Content

 

Gaman í jólakaffi Hreint

Jólakaffi

Starfsmenn Hreint og fjölskyldur þeirra gerðu sér glaðan dag á starfsstöðvum sínum víða um landi í síðustu viku þegar við hjá Hreint buðum í árlegt jólakaffi.

Það hefur alltaf verið góð mæting í jólakaffi Hreint og árið í ár var engin undantekning. Í jólakaffinu var sem fyrr allt gert fyrir börn starfsmanna. Börnin skreyttu piparkökur og jólasveinar mættu á svæðið og skemmtu gestunum. Að sjálfsögðu voru góðar veitingar fyrir alla.

Jólakaffið hófst á fimmtudag á Norðurlandi. Næsta dag var boðið í kaffi á Suðurlandi og á laugardag í Kópavogi. Stemningin var notaleg og góður rómur gerður að jólakaffinu hjá Hreint.

Við hjá Hreint vonum að allir starfsmenn hafi átt góðar stundir og farið heim með ljúfar minningar úr jólakaffinu.

Hér getur þú skoðað og deilt myndum úr jólakaffi Hreint.

Til baka

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja