Content

 

Haltu snjónum frá skrifstofunni

Hreingerningar 2

Nú eru íbúar höfuðborgarsvæðisins farnir að finna fyrir vetrinum. Allt er á kafi í snjó í höfuðborginni og spáir Veðurstofa Íslands snjókomu um allt land langt inn í næstu viku. Nú er mikilvægt að grípa til aðgerða til að draga úr því að snjór berist inn í fyrirtæki.

Snjór og bleyta á gólfum getur eyðilagt parket og sandur og salt af götum valdið því að ljótir fletir koma í dúka og annað gólfefni. Tjónið af því að grípa ekki til fyrirbyggjandi aðgerða fyrir veturinn getur verið töluverður.

Passaðu þig á snjónum
Einfaldasta ráðið gegn óhreinindum er auðvitað að fá okkur hjá Hreint til að sinna ræstingum á dagvinnutíma. Kostir þess eru fjölmargir enda tryggir það hrein gólf þegar starfsfólk og gestir eru á staðnum.

Fáðu þér gólfmottu
Við hjá Hreint þreytumst við seint á því að mæla með kostum þess að hafa góðar gólfmottur í anddyrinu og að gripið sé til annarra ráða til að koma í veg fyrir að sandur, snjór og bleyta berist inn í hús. Það getur gert gæfumuninn að velja réttu mottuna í andyrið og skipta út gamalli mottu fyrir nýja ef þörf krefur.

Besta ráðið gegn óhreinindum á gólfum þegar snjór er úti er auðvitað að hafa samband við okkur hjá Hreint og panta regluleg skipti á gólfmottum því hreinar gólfmottur taka í sig meiri óhreinindi, sem þar með berast ekki lengra. Ef mottan er ekki hreinsuð reglulega þá hættir hún að taka í sig og óhreinindi berast beint af götunni og inn í hús.

Fataslá dregur úr óhreinindum
Það er líka vel til fundið hjá þér að setja fataslá nálægt útidyrunum og þú og gestir þínir geti tekið af sér frakka og kápur og hengt þar upp þegar þeir koma í heimsókn. Ágætt ráð er að hafa mottu undir fataslánni sem tekur við snjó og bleytu ef gestirnir eru að koma inn úr hríðarbyl.

Góð golfmotta dregur úr kostnaði
Ertu viðskiptavinur Hreint? Ef svo er þá bjóðum við þér tilboð út nóvember. Í tilboðinu felst að gólfmottusérfræðingur Hreint kemur til þín og metur þarfir fyrirtækis þíns. Í kjölfarið getur þú fengið frábæran afslátt af gólfmottum. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur, því engin skuldbinding felst í því að fá sérfræðing Hreint í heimsókn.

Athugaðu að tilboðið gildir í nóvember. Nú er um að gera og grípa gæsina og tryggja gólfefnið hjá fyrirtækinu þínu.

Til baka

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja