Content

 

Ekki fá óhreinindin inn í hús

hreingerningar

Nú er veturinn genginn í garð og stutt í að veður fari að versna. Leiðindaveðri fylgir oft mikil óhreinindi sem berast frá götum og inn í hús. Þegar snjóa tekur verður ástandið oft mun verra enda algengt að gestir beri með sér sand, salt og bleytu inn á nánast öll gólf í fyrirtækinu, stofnuninni eða í skólanum. Þú vilt ekki að það fyrsta sem nýir gestir sjá þegar þeim kom til þín verði skítug gólf.

Blaut gólf eru varasöm og er hætt við að fólk sem stígi inn á blaut gólf geti runnið til og slasast. En það er ekki aðeins hættan sem bleyta, salt og sandur að utan bjóða heim. Óhreinindin að utan fara illa með gólfefni. Bleytan getur eyðilagt parket og sandur og salt rispað stóra og ljóta flekki í dúka og annað efni á gólfum.

Skemmdir eru kostnaðarsamar

Viðhald og lagfæringar á gólfefni geta verið kostnaðarsamar ef bleyta og sandur berast inn í hús. Þess vegna er mikilvægt að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir tjón hvort heldur er hjá fyrirtækinu þínu, stofnuninni, skólanum eða á heimili þínu.

Þú getur gripið til ýmissa ráða til að koma í veg fyrir eða draga úr líkum á því að óhreinindi að utan berist inn í hús. Einfalt ráð er að setja grófa gólfmottu við útidyrnar svo fólk geti þurrkað af skóm sínum áður en það stígur inn fyrir þröskuldinn. Eins er mögulegt að setja upp sérstakan skóhreinsi með burstum við útidyrnar svo fólk geti hreinsað af skónum.  Ef tíðin er sérstaklega slæm má jafnvel bjóða fólki upp á að fara úr skónum við útidyrnar og skilja þá eftir og ganga um á sokkaleistunum.

Hreinlætið mikilvægt á veturna

Þegar veðurfarið versnar er mikilvægt að skoða þá möguleika sem í boði eru til að draga úr líkum á því að óhreinindi berist inn til þín. Auk dyramottu og annarra aðgerða er gott að hreinsa vel þau svæði sem oftast er gengið um.

Mikilvægt er að ræstingum sé sinnt reglulega á þeim vinnusvæðum sérstaklega og heppilegast að fá til þess sérfræðinga Hreint.

Minnkaðu óhreinindin

Til að koma í veg fyrir að óhreinindin berist víðar þá mælum við með því að ræstingum sé sinnt á dagvinnutíma. Hefurðu kynnt þér kosti þess að sinna ræstingum á daginn?

Hafðu samband við sérfræðinga hjá Hreint til að tryggja góða ræstingu á vinnustaðnum þínum. Ræstingar snúast ekki bara um að hafa hreint í kringum sig. Ræstingar eru heilbrigðismál og snúast líka um fyrirbyggjandi aðgerðir til að draga úr óhreinindum og jafnvel minnka hættuna á því að slys verði af völdum bleytu á gólfi.

Til baka

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja