Content

 

11

Haltu snjónum frá skrifstofunni

Hreingerningar 2
Nú eru íbúar höfuðborgarsvæðisins farnir að finna fyrir vetrinum. Allt er á kafi í snjó í höfuðborginni og spáir Veðurstofa Íslands snjókomu um allt land langt inn í næstu viku. Nú er mikilvægt að grípa til aðgerða til að draga úr því að snjór berist inn í fyrirtæki. Snjór og bleyta á gólfum getur eyðilagt parket og sandur og salt af götum valdið því að ljótir fletir koma í dúka og annað gólfefni. Tjónið af því að grípa ekki til fyrirbyggjandi aðgerða fyrir veturinn getur verið töluverður. Passaðu þig á snjónumEinfaldasta ráðið gegn óhreinindum er auðvitað að fá okkur hjá..

Meira


Útskrift úr Íslenskuskóla Hreint

DSC_5246
Starfsmenn Hreint á Landspítalanum voru á dögunum útskrifaðir úr Íslenskuskóla Hreint. Markmiðið með námi þessara metnaðarfullu starfsmanna Hreint er að auka sjálfsöryggið í framandi landi og læra undirstöðuatriði málsins. Það nýtist þeim bæði í leik og starfi. Við hjá Hreint viljum vera til fyrirmyndar enda starfrækja fá fyrirtæki sérstakan tungumálaskóla fyrir starfsmenn sína. Um fimmtungur af starfsfólki Hreint eru erlendir ríkisborgarar eða nýir Íslendingar. Nemendur Íslenskuskólans eiga það sameiginlegt að vilja bæta tungumálakunnáttu sína og verða virkir þátttakendur í samfélaginu. Við settum Íslenskuskóla Hreint á laggirnar árið 2008. Síðan þá hafa tugir hópa starfsmanna Hreint lært grundvallaratriði í íslensku hjá..

Meira


Tilboð Hreint: Fáðu sérfræðing í heimsókn

Gólfmotta
Við hjá Hreint erum alltaf að velta því fyrir okkur hvernig við getum hjálpað þér að tryggja gott viðhald á gólfinu í fyrirtækinu þínu og bæta líftíma þess. Það er ekki síst mikilvægt nú þegar farið er að snjóa og hætt við að bleyta, salt og sandur berist inn í hús og valdi tjóni á dýrmætum gólfefnum. Í síðustu viku vöktum við athygli á kostum þess að hafa góða gólfmottu við útidyrnar. Ef golfmotta er við dyrnar þá tekur hún við sandi og bleyti undan skóm starfsfólks og gesta sem koma í heimsókn og dregur úr líkum á því að..

Meira


Ekki fá óhreinindin inn í hús

hreingerningar
Nú er veturinn genginn í garð og stutt í að veður fari að versna. Leiðindaveðri fylgir oft mikil óhreinindi sem berast frá götum og inn í hús. Þegar snjóa tekur verður ástandið oft mun verra enda algengt að gestir beri með sér sand, salt og bleytu inn á nánast öll gólf í fyrirtækinu, stofnuninni eða í skólanum. Þú vilt ekki að það fyrsta sem nýir gestir sjá þegar þeim kom til þín verði skítug gólf. Blaut gólf eru varasöm og er hætt við að fólk sem stígi inn á blaut gólf geti runnið til og slasast. En það er ekki..

Meira


Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja