Content

 

Þvottaþjónusta Hreint leysir vandann

handkl

Við hjá Hreint erum alltaf að velta því fyrir okkur hvað við getum gert fyrir viðskiptavini okkar og hvernig við getum veitt þeim betri þjónustu.

Flestir kannast eflaust við að koma að óhreinni eldhústusku og röku viskastykki í eldhúsinu og blautu handklæði inni á salerni. Þetta er hvimleitt vandamál sem lítið mál er að koma í veg fyrir. Við hjá Hreint bjóðum upp á leigu á handklæðum fyrir baðherbergi og klútum og þurrkum fyrir eldhúsið.

Meiri þjónusta við viðskiptavini
Hreint þvottaþjónusta er nýleg viðbót við þjónustu okkar við viðskiptavini. Þjónustan leysir mörg þau vandamál sem smærri og meðalstór fyrirtæki glíma við í eldhúsi og á salernum.

Hreint þvottaþjónusta er alhliða lausn og viðbót við ræstingaþjónustu við viðskiptavini. Þjónustan felst í því að við sendum tauið frá Hreint til ykkar, sækjum það aftur, þvoum það í þvottahúsi Hreint og skilum því síðan aftur til ykkar í snyrtilegum umbúðum.

Gerðu lífið betra
Auðvelt er að komast hjá heilmiklu umstangi með því að leigja handklæði, eldhúsþurrkur og klúta hjá Hreint. Það er frábær lausn á hreinlætismálum kaffistofa og salerna og tryggir að starfsfólkið geti alltaf gengið að þurru handklæði inni á salerni og hreinum tuskum fyrir eldhúsið.

Ef þú kýst að hafa hlutina í lagi þá hefurðu samband við okkur hjá Hreint. Eftir það er tryggt að handklæðið sem þú notar inni á salerni er nýþvegið og viskastykkin þurr. Hafðu samband.

 

Til baka

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja