Content

 

10

Þín vörn gegn flensu og kvefpestum

Thvottathjonusta 2
Flestir hafa heyrt ýmis algeng ráð til þess að verjast umgangspestum og flensu sem herja á Íslendinga á þessum árstíma. Við hjá Hreint leggjum ekki mat á ágæti c-vítamíns eða þess að skola munninn með saltvatni, sem sumir segja að hjálpi. Við getum hins vegar sagt þér hvernig ræstingar í þínu nánasta umhverfi geta haft áhrif á heilsuna, hvort sem er á heimili eða á vinnustað.Flestir vita að vírusar sem orsaka kvef geta smitast með úðasmiti þegar smitberi hnerrar og örsmáir dropar ýrast  út í loftið. Vírusar geta líka smitast með snertingu ef smitefnið lendir á yfirborði sem ósmitaður einstaklingur..

Meira


Smitar þú út frá þér?

vorur
Er þér umhugað um hreinlætið í kringum þig en trassar að hreinsa íþróttatöskuna reglulega? Þú ættir að íhuga að fara í hreinsunarátak og horfa þér nær. Hreinsaðu töskuna að utan og undir henni, vel að innan og alla vasa. Passaðu að hreinsa handfangið sérstaklega vel. Töskur bera sýklaBreska fyrirtækið Inital Washroom Hygiene, sem sérhæfir sig í ráðgjöf og sölu á hreinlætisvörum, gerði nýverið könnun á hreinlæti fólks og dreifileiðum sýkla og ýmissa baktería. Niðurstöður könnunarinnar sýna að 60% Breta láta hjá líða að hreina íþróttatöskur sínar og eru þær gróðrarstíur fyrir bakteríur. Þar af fundust bakteríur í handfangi 35% þeirra..

Meira


Hreinlæti snýst um gæði og verð

Cw 150136_hreint _hreinlaeti -i -skolum _prwriting _13102015_client 1_mynd
Samtök stærstu ræstingafyrirtækja í Danmörku (SBA) hafa ýtt úr vör viðamiklu átaki þar sem áhersla er lögð á að verð og gæði verði metin að jöfnu þegar tekin er ákvörðun um kaup á ræstingaþjónustu. Samtökin hafa vakið athygli á málinu með áhrifamiklum myndum af óhreinum salernum í grunnskólum og skítugum sjúkrarúmum. Á einni af myndunum sem sýnir skítugt klósett stendur: Börnin gjalda fyrir ódýra ræstingu. Betra að keppa um gæðiDanski ræstingamarkaðurinn er svipaður þeim íslenska að því leyti að frekar er keppt um verð en gæði. Þetta samband getur boðið hættunni heim enda geta verið tengsla á milli lágs verðs..

Meira


Hreint leitar eftir verkstjóra á lager!

Cceimg
Hreint leitar eftir verkstjóra sem hefur umsjón með vörulager, þvottahúsi og sinnir útkeyrslu. Umsóknarfrestur er til og með 11. október en nánari upplýsingar veitir Arna Kristín ráðningarstjóri Hreint eingöngu í arna@hreint.is.

Meira


Þvottaþjónusta Hreint leysir vandann

handkl
Við hjá Hreint erum alltaf að velta því fyrir okkur hvað við getum gert fyrir viðskiptavini okkar og hvernig við getum veitt þeim betri þjónustu. Flestir kannast eflaust við að koma að óhreinni eldhústusku og röku viskastykki í eldhúsinu og blautu handklæði inni á salerni. Þetta er hvimleitt vandamál sem lítið mál er að koma í veg fyrir. Við hjá Hreint bjóðum upp á leigu á handklæðum fyrir baðherbergi og klútum og þurrkum fyrir eldhúsið. Meiri þjónusta við viðskiptaviniHreint þvottaþjónusta er nýleg viðbót við þjónustu okkar við viðskiptavini. Þjónustan leysir mörg þau vandamál sem smærri og meðalstór fyrirtæki glíma við..

Meira


Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja