Content

 

Þú sparar með reglulegu viðhaldi

bonvel_stigi

Nú eru skólar byrjaðir af fullum krafti eftir sumarfrí og allir komnir aftur til starfa á skrifstofunni. Haustinu fylgir aukið álag á gólf og því mikilvægt að huga að viðhaldi gólfefna fyrir veturinn. Reglulegt viðhald dúka og parkets á gólfum er ódýrara en þig grunar og dregur úr álagi á starfsfólk við ræstingar. Þú sparar og bætir gæði ræstinga með reglulegu viðhaldi gólfefna.

Fallegt gólf eykur ánægju
Það er mikilvægt að sinna viðhaldi á gólfum. Sérstaklega þarf að fylgjast með ástandi dúka og parketgólfa sem mikið álag er á. Ef viðhaldi er ekki sinnt reglulega þá geta komið skellur í gólfið, sérstaklega í kennslustofum og á skrifstofum þar sem borð og stólar auka álag á gólfefnið.

Þú telur þig kannski spara háar fjárhæðir með því að draga úr viðhaldi. En það er ekki rétt. Það er leiðinlegt að horfa á ljótt gólfefni með skellum á álagssvæðum. Ef gólfefnum er ekki haldið við með reglulegum hætti verða gólfin ljót og fólk verður óánægt. Reglulegt viðhald bætir líðan fólks.

Viðhald dregur úr kostnaði
Það er afar dýrt að ráðast í það á nokkurra ára fresti að leysa upp bón af gólfefnum sem illa er haldið við og bóna á ný. Nýtt líf færist vissulega yfir gólfið. En það er skammvinnur ávinningur ef gljáanum er ekki haldið við. Regluleg grunnhreinsun og bónun gólfa er ódýrari lausn. Ekki láta viðhaldið sitja á hakanum.

Það er óþarfi að leysa upp bón af gólfum á nokkurra ára fresti. Þótt augað nemi aðeins léleg gæði á gólfefni þá er oft nægilega mikið bón á gólfinu. Ekki ráðast í umfangsmiklar og dýrar framkvæmdir að óþörfu. Þú dregur úr kostnaði með viðskiptum við Hreint og tryggir gæði gólfefna.

Við reglulegt viðhald sérfræðinga Hreint er farið yfir dúka og parket með háhraðavél með hreinsibóni sem pússar gólfefnið, eyðir skán og skýjum á gólfinu. Gólfið fær nýtt líf og gljáa með reglulegu viðhaldi. Fallegt gólf eykur ánægju þeirra sem ganga á gólfinu. Lífsgleðin eykst á vinnustaðnum. Reglulegt viðhald gólfefna bætir lífsgæði.

Sparnaður er fólginn í því að koma oftar. Það borgar sig að hafa gólfið í lagi.

Þú sparar háar fjárhæðir með reglulegu viðhaldi Hreint.

Dragðu úr álagi
Álag eykst á fólk sem sinnir ræstingum á skrifstofum og í kennslustofum þar sem gólfefnum er ekki haldið við. Ástæða þess er sú að gólfdúkar úr lífrænum efnum ýrast sem gerir þá stama við ræstingu og verkið því erfiðara. Þetta er óþarfa álag. Ofan á sjónmengun, minni ánægju fólks sem notar vinnusvæðið bætist aukið álag á fólk sem sinnir ræstingum. Við þetta bætist svo að óþörfu mikill kostnaður við endurnýjun á bóni.

Fáðu sérhæfða ráðgjöf Hreint
Hreint fékk Svansvottun fyrir fimm árum. Vottunin ber með sér að við hjá Hreint fylgjum í hvívetna þeim kröfum sem gerðar eru til ræstingarfyrirtækja.

Við fylgjum ströngustu kröfum um að vernda umhverfið og heilsu fólks. Við notuðum eingöngu vörur sem eru Svansvottaðar. Þú getur verið viss um gæði sérfræðinga Hreint.

Við erum sérfræðingar í réttu viðhaldi gólfefna. Við komum til þín í fyrirtækið eða stofnunina, gerum nákvæma úttekt á gólfinu og metum ástandið fyrir komandi vetur. Fáðu sérhæfða ráðgjöf um viðhald hjá okkur í Hreint.

Til baka

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja