Content

 

Betra að sinna ræstingum á daginn

hreingerningar

Það er orðið æ algengara að ræstingaþjónustu sé sinnt á dagvinnutíma í stað þess að ræst sé síðdegis, á kvöldin eða á nóttunni þegar vinnusvæði eru mannlaus. Ræsting á vinnutíma dregur úr kostnaði, eykur hreinlæti á vinnustað, bætir samskipti á milli viðskiptavina og starfsfólks sem sinnir ræstingum. Það eykur líka gæði ræstingar.

Þrífum á daginn
Í septemberhefti fagtímaritsins European Cleaning Journal er fjallað um ótvíræða kosti þess að færa ræstingar frá síðdegi og nóttu yfir á almennan dagvinnutíma. Í greininni er farið yfir ýmis atriði. Til dæmis taldi starfsfólk viðskiptavina ræstinguna verða betri. Þá batnaði hreinlæti í kringum vinnustöðvar enda jókst meðvitund starfsfólks viðskiptavina ræstingafyrirtækja um mikilvægi þess að hafa hreint í kringum sig.

Í umfjöllun tímaritsins er vitnað til niðurstöðu könnunar sem sýndi að árið 2012 var 80% vinnurýma ræst á dagvinnutíma í Noregi, 75% í Finnlandi og 70% í Svíþjóð. Í aðeins 5% fyrirtækja á Norðurlöndunum var ræstingu sinnt á nóttunni. Þróunin var á þeim tíma komin skemur á veg í öðrum löndum. Í Bretlandi fór ræsting fram á dagvinnutíma í aðeins 11% fyrirtækja sem þátt tóku í könnuninni.

Flestir vilja ræstingu á daginn
Við hjá Hreint höfum unnið að því að færa ræstingar í auknum mæli yfir á dagvinnutíma. Nú er svo komið að við sinnum ræstingum rúmlega 80% viðskiptavina á milli klukkan 8 til 16 á daginn. Það skilar sér í því að starfið verður skilvirkara, starfsfólk viðskiptavina okkar er ánægðara og samskipti batna til muna.

Fáðu sérhæfða ráðgjöf hjá okkur hjá Hreint um ræstingu hjá fyrirtækinu þínu. Þú bætir ræstinguna mikið með því að fá okkur til þín á daginn. Hafðu samband.

 

Til baka

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja