Content

 

Hreint styrkir Ljósið

Cw 150136_Hreint _Ljósið _prwriting _19082015_client 3_MYND

Hreint afhenti Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein, 50 þúsund króna styrk í vikunni. Það var sigurvegari golfmóts Hreint sem fékk að velja hvaða góðgerðarfélag hlaut styrkinn. Þetta er fjórða árið sem mótið er haldið en í fyrsta sinn sem Hreint veitir styrk samhliða því.

Keppendur vaktir til umhugsunar

Golfmót Hreint var haldið 2. júní síðastliðinn á hinum glæsilega Urriðavelli Golfklúbbsins Odds í Garðabæ. Áður en fyrsta kúlan var slegin voru þátttakendur í mótinu beðnir um að heita á eitthvað ákveðið góðgerðarfélag. Það félag sem sigurvegarinn valdi fékk styrk frá Hreint. Eftir harða keppni bar Ómar Jóhannsson sigur úr býtum á þessu skemmtilega golfmóti. Hann hafði heitið á Ljósið og var það okkur hjá Hreint sönn ánægja að veita þeim þennan styrk.

Erna Magnúsdóttir, iðjuþjálfi og yfirumsjónarmaður Ljóssins, tók við styrknum, en hún er hugmyndasmiður og frumkvöðull að stofnun félagsins.

Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Félagið veitir  sérhæfða endurhæfingu og býður upp á stuðning frá fagfólki við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek í kjölfar veikinda.

Við hjá Hreint veitum viðskiptavinum okkar faglega þjónustu og leggjum mikið upp úr samfélagslegri ábyrgð. Um leið og við óskum sigurvegara golfmótsins til hamingju fögnum við því sérstaklega að Ljósið hafi orðið fyrir valinu að þessu sinni.

Til baka

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja