Content

 

2015

Hreint óskar landsmönnum gleðilegs nýs árs

Shutterstock _238643839-2
Árið 2015 er að renna sitt skeið og árið 2016 að taka við. Starfsfólk Hreint þakkar landsmönnum og viðskiptavinum fyrir samskiptin á árinu og óskar þér farsældar á nýju ári. Megi nýja árið færa ykkur yl, hlýju og gleði. Með nýárskveðju frá Hreint.

Meira


Starfsfólk Hreint óskar þér gleðilegra jóla

Jólakveðja 2015
Jólahátíðin er að renna í garð og vonandi flestir búnir að gera hreint hjá sér fyrir hátíðina. Við óskum þess að sem flestir geti átt góðar stundir með fjölskyldu og vinum yfir jólin og geri vel við sig og sína með mat og drykk. Ef þú átt í vandræðum með þrifin á heimilinu eða lendir í glímir við erfiða bletti við þrifin fyrir jólin þá getur þú alltaf kíkt á Húsráð Hreint og athugað hvort við lumum á ráði eða tveimur fyrir þig. Hafðu í huga að við hjá Hreint hugsum um hreinlæti því það er heilbrigðismál. Starfsfólk Hreint óskar..

Meira


Húsráð: Svona fægir þú silfrið fyrir jólin

Merki Húsráðs
Nú er heldur betur farið að styttast í jólin. Flestum finnst eins og jólin komi ekki nema búið sé að þrífa heimilið hátt og lágt. Á jólunum er silfurborðbúnaðurinn dreginn fram á sumum heimilum. En ekki er hægt að setjast við veisluborð nema búið sé að fægja silfrið. Það getur verið vandasamt að pússa silfur. Margrét kann góð ráðMargrét D. Sigfúsdóttir, skólastjóri Hússtjórnarskólans, kann öll trikkin í bókinni þegar kemur að þrifum. Bók eftir hana kom út nú um jólin sem heitir Allt á hreinu. Þar gefur hún lesendum góð ráð í örstuttum köflum um hvað eina sem snýr að..

Meira


Gaman í jólakaffi Hreint

Jólakaffi
Starfsmenn Hreint og fjölskyldur þeirra gerðu sér glaðan dag á starfsstöðvum sínum víða um landi í síðustu viku þegar við hjá Hreint buðum í árlegt jólakaffi. Það hefur alltaf verið góð mæting í jólakaffi Hreint og árið í ár var engin undantekning. Í jólakaffinu var sem fyrr allt gert fyrir börn starfsmanna. Börnin skreyttu piparkökur og jólasveinar mættu á svæðið og skemmtu gestunum. Að sjálfsögðu voru góðar veitingar fyrir alla. Jólakaffið hófst á fimmtudag á Norðurlandi. Næsta dag var boðið í kaffi á Suðurlandi og á laugardag í Kópavogi. Stemningin var notaleg og góður rómur gerður að jólakaffinu hjá Hreint...

Meira


Starfssemi Hreint

Lítil röskun ætti að vera á starfssemi Hreint á höfuðborgarsvæðinu í morgunsárið en samkvæmt upplýsingum ætti mesta veðrið að vera gengið yfir klukkan 08 og samgöngur að hefjast með eðlilegum hætti uppúr því. Við biðjumst á velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið okkar viðskiptavinum og þökkum auðsýndan skilning.  

Meira


Vegna óveðurs

Hreint 30ara
Í samræmi við veðurviðvaranir frá Almannavörnum, Veðurstofu Íslands og Ríkislögreglustjóra þá munu ræstingar hjá Hreint falla niður eftir kl. 17 í dag og eitthvað frameftir morgundeginum. Þetta er gert til að tryggja sem best öryggi starfsmanna okkar og í samræmi við aðvaranir tilbærra aðila. Vonast er eftir því að strax í fyrramálið verði veður orðið þannig að hægt verði að sinna eðlilegri ræstingaþjónustu fyrir viðskiptavini okkar. Við munum um leið og hægt er, láta frá okkur fara upplýsingar um framvindu mála þannig að ekki komi til frekari truflana á þjónustunni. In English   In accordance with weather warnings from the..

Meira


Mundu að þvo þér um hendurnar

handkl
Einstaklingar eiga samneyti við marga á hverjum degi og algengt er að fólk heilsist með þéttu handabandi. Á sama tíma og gott handaband er merki um innileika og hlýju þá er það ein af helstu smitleiðunum fyrir pestir af ýmsum toga. Handaband og lélegur handþvottur getur verið ein af ástæðum þess að fólk veikist í kringum þig. Það kallar á að starfsmenn vinni heima, oft af völdum sýkla sem smitast frá samstarfsfélögunum. Brýnt er fyrir fólki frá barnsaldri að þvo sér reglulega um hendurnar. Það er ótrúlegt hversu margir fullorðnir virðast ekki fara eftir þeim góðu leiðbeiningum.   Margir þvo..

Meira


Laust starf á lager

Leikskólar
Hreint ehf. óskar eftir starfsmanni á lager. Í starfinu felst vinna á vörulager og þvottahúsi, útkeyrsla ásamt öðrum tilfallandi verkefnum. Leitað er að starfsmanni sem er þjónustulundaður, skipulagður, sjálfstæður í vinnubrögðum og með góða almenna tölvukunnáttu. Reynsla af sambærilegu starfi æskileg. Umsækjendur þurfa að hafa náð 25 ára aldri, tala íslensku, hafa bílpróf  og vera með hreint sakavottorð. Umsóknarfrestur er til og með 8. desember. Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veitir Erla Hallbjörnsdóttir (erla@hreint.is) rekstrarstjóri Hreint ehf.

Meira


Haltu snjónum frá skrifstofunni

Hreingerningar 2
Nú eru íbúar höfuðborgarsvæðisins farnir að finna fyrir vetrinum. Allt er á kafi í snjó í höfuðborginni og spáir Veðurstofa Íslands snjókomu um allt land langt inn í næstu viku. Nú er mikilvægt að grípa til aðgerða til að draga úr því að snjór berist inn í fyrirtæki. Snjór og bleyta á gólfum getur eyðilagt parket og sandur og salt af götum valdið því að ljótir fletir koma í dúka og annað gólfefni. Tjónið af því að grípa ekki til fyrirbyggjandi aðgerða fyrir veturinn getur verið töluverður. Passaðu þig á snjónumEinfaldasta ráðið gegn óhreinindum er auðvitað að fá okkur hjá..

Meira


Útskrift úr Íslenskuskóla Hreint

DSC_5246
Starfsmenn Hreint á Landspítalanum voru á dögunum útskrifaðir úr Íslenskuskóla Hreint. Markmiðið með námi þessara metnaðarfullu starfsmanna Hreint er að auka sjálfsöryggið í framandi landi og læra undirstöðuatriði málsins. Það nýtist þeim bæði í leik og starfi. Við hjá Hreint viljum vera til fyrirmyndar enda starfrækja fá fyrirtæki sérstakan tungumálaskóla fyrir starfsmenn sína. Um fimmtungur af starfsfólki Hreint eru erlendir ríkisborgarar eða nýir Íslendingar. Nemendur Íslenskuskólans eiga það sameiginlegt að vilja bæta tungumálakunnáttu sína og verða virkir þátttakendur í samfélaginu. Við settum Íslenskuskóla Hreint á laggirnar árið 2008. Síðan þá hafa tugir hópa starfsmanna Hreint lært grundvallaratriði í íslensku hjá..

Meira


Tilboð Hreint: Fáðu sérfræðing í heimsókn

Gólfmotta
Við hjá Hreint erum alltaf að velta því fyrir okkur hvernig við getum hjálpað þér að tryggja gott viðhald á gólfinu í fyrirtækinu þínu og bæta líftíma þess. Það er ekki síst mikilvægt nú þegar farið er að snjóa og hætt við að bleyta, salt og sandur berist inn í hús og valdi tjóni á dýrmætum gólfefnum. Í síðustu viku vöktum við athygli á kostum þess að hafa góða gólfmottu við útidyrnar. Ef golfmotta er við dyrnar þá tekur hún við sandi og bleyti undan skóm starfsfólks og gesta sem koma í heimsókn og dregur úr líkum á því að..

Meira


Ekki fá óhreinindin inn í hús

hreingerningar
Nú er veturinn genginn í garð og stutt í að veður fari að versna. Leiðindaveðri fylgir oft mikil óhreinindi sem berast frá götum og inn í hús. Þegar snjóa tekur verður ástandið oft mun verra enda algengt að gestir beri með sér sand, salt og bleytu inn á nánast öll gólf í fyrirtækinu, stofnuninni eða í skólanum. Þú vilt ekki að það fyrsta sem nýir gestir sjá þegar þeim kom til þín verði skítug gólf. Blaut gólf eru varasöm og er hætt við að fólk sem stígi inn á blaut gólf geti runnið til og slasast. En það er ekki..

Meira


Þín vörn gegn flensu og kvefpestum

Thvottathjonusta 2
Flestir hafa heyrt ýmis algeng ráð til þess að verjast umgangspestum og flensu sem herja á Íslendinga á þessum árstíma. Við hjá Hreint leggjum ekki mat á ágæti c-vítamíns eða þess að skola munninn með saltvatni, sem sumir segja að hjálpi. Við getum hins vegar sagt þér hvernig ræstingar í þínu nánasta umhverfi geta haft áhrif á heilsuna, hvort sem er á heimili eða á vinnustað.Flestir vita að vírusar sem orsaka kvef geta smitast með úðasmiti þegar smitberi hnerrar og örsmáir dropar ýrast  út í loftið. Vírusar geta líka smitast með snertingu ef smitefnið lendir á yfirborði sem ósmitaður einstaklingur..

Meira


Smitar þú út frá þér?

vorur
Er þér umhugað um hreinlætið í kringum þig en trassar að hreinsa íþróttatöskuna reglulega? Þú ættir að íhuga að fara í hreinsunarátak og horfa þér nær. Hreinsaðu töskuna að utan og undir henni, vel að innan og alla vasa. Passaðu að hreinsa handfangið sérstaklega vel. Töskur bera sýklaBreska fyrirtækið Inital Washroom Hygiene, sem sérhæfir sig í ráðgjöf og sölu á hreinlætisvörum, gerði nýverið könnun á hreinlæti fólks og dreifileiðum sýkla og ýmissa baktería. Niðurstöður könnunarinnar sýna að 60% Breta láta hjá líða að hreina íþróttatöskur sínar og eru þær gróðrarstíur fyrir bakteríur. Þar af fundust bakteríur í handfangi 35% þeirra..

Meira


Hreinlæti snýst um gæði og verð

Cw 150136_hreint _hreinlaeti -i -skolum _prwriting _13102015_client 1_mynd
Samtök stærstu ræstingafyrirtækja í Danmörku (SBA) hafa ýtt úr vör viðamiklu átaki þar sem áhersla er lögð á að verð og gæði verði metin að jöfnu þegar tekin er ákvörðun um kaup á ræstingaþjónustu. Samtökin hafa vakið athygli á málinu með áhrifamiklum myndum af óhreinum salernum í grunnskólum og skítugum sjúkrarúmum. Á einni af myndunum sem sýnir skítugt klósett stendur: Börnin gjalda fyrir ódýra ræstingu. Betra að keppa um gæðiDanski ræstingamarkaðurinn er svipaður þeim íslenska að því leyti að frekar er keppt um verð en gæði. Þetta samband getur boðið hættunni heim enda geta verið tengsla á milli lágs verðs..

Meira


Hreint leitar eftir verkstjóra á lager!

Cceimg
Hreint leitar eftir verkstjóra sem hefur umsjón með vörulager, þvottahúsi og sinnir útkeyrslu. Umsóknarfrestur er til og með 11. október en nánari upplýsingar veitir Arna Kristín ráðningarstjóri Hreint eingöngu í arna@hreint.is.

Meira


Þvottaþjónusta Hreint leysir vandann

handkl
Við hjá Hreint erum alltaf að velta því fyrir okkur hvað við getum gert fyrir viðskiptavini okkar og hvernig við getum veitt þeim betri þjónustu. Flestir kannast eflaust við að koma að óhreinni eldhústusku og röku viskastykki í eldhúsinu og blautu handklæði inni á salerni. Þetta er hvimleitt vandamál sem lítið mál er að koma í veg fyrir. Við hjá Hreint bjóðum upp á leigu á handklæðum fyrir baðherbergi og klútum og þurrkum fyrir eldhúsið. Meiri þjónusta við viðskiptaviniHreint þvottaþjónusta er nýleg viðbót við þjónustu okkar við viðskiptavini. Þjónustan leysir mörg þau vandamál sem smærri og meðalstór fyrirtæki glíma við..

Meira


Betra að sinna ræstingum á daginn

hreingerningar
Það er orðið æ algengara að ræstingaþjónustu sé sinnt á dagvinnutíma í stað þess að ræst sé síðdegis, á kvöldin eða á nóttunni þegar vinnusvæði eru mannlaus. Ræsting á vinnutíma dregur úr kostnaði, eykur hreinlæti á vinnustað, bætir samskipti á milli viðskiptavina og starfsfólks sem sinnir ræstingum. Það eykur líka gæði ræstingar. Þrífum á daginnÍ septemberhefti fagtímaritsins European Cleaning Journal er fjallað um ótvíræða kosti þess að færa ræstingar frá síðdegi og nóttu yfir á almennan dagvinnutíma. Í greininni er farið yfir ýmis atriði. Til dæmis taldi starfsfólk viðskiptavina ræstinguna verða betri. Þá batnaði hreinlæti í kringum vinnustöðvar enda jókst..

Meira


Þú sparar með reglulegu viðhaldi

bonvel_stigi
Nú eru skólar byrjaðir af fullum krafti eftir sumarfrí og allir komnir aftur til starfa á skrifstofunni. Haustinu fylgir aukið álag á gólf og því mikilvægt að huga að viðhaldi gólfefna fyrir veturinn. Reglulegt viðhald dúka og parkets á gólfum er ódýrara en þig grunar og dregur úr álagi á starfsfólk við ræstingar. Þú sparar og bætir gæði ræstinga með reglulegu viðhaldi gólfefna. Fallegt gólf eykur ánægjuÞað er mikilvægt að sinna viðhaldi á gólfum. Sérstaklega þarf að fylgjast með ástandi dúka og parketgólfa sem mikið álag er á. Ef viðhaldi er ekki sinnt reglulega þá geta komið skellur í gólfið,..

Meira


Hreint styrkir afreksfólk

Cw 150136_Hreint _Afreksfólks _prwriting _01092015_MYND
Við hjá Hreint erum stolt af því að styrkja afreksfólk í íþróttum. Afreksfólk þarf á öllum stuðningi að halda svo það geti skarað fram úr á sínu sviði. Fimleikakappinn Jóhann Fannar Kristjánsson er einn þeirra sem Hreint styrkir til góðra afreka. Hann sló í gegn á Ólympíuleikum fatlaðra í Los Angeles í sumar. Jóhann Fannar er tvítugur afreksmaður í áhaldafimleikum sem æfir með Gerplu. Hann er margfaldur gullverðlaunahafi á Ólympíuleikum fatlaðra. Jóhann hefur farið þrívegis utan og keppt fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikum. Fyrst keppti hann í Sjanghæ í Kína árið 2007 og aftur árið 2011 í Aþenu á Grikklandi...

Meira


Svansvottun hjálpar við að verja umhverfið

Hreingerningar 2
Við hjá Hreint erum afar stolt af Svansvottuninni sem við fengum fyrir fimm árum. Vottunin ber það með sér að fyrirtækið fylgir í hvívetna þeim kröfum sem gerðar eru til ræstingafyrirtækja sem bera Svaninn, sem er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna. Þau fyrirtæki sem hlotið hafa Svansvottunina þurfa að fylgja ströngum kröfum sem ætlað er að vernda umhverfið og heilsu fólks. Við hjá Hreint erum þegar þetta er skrifað eitt af aðeins 29 íslenskum fyrirtækjum sem fengið hafa þessa eftirsóttu vottun. Notum aðeins efni með Svansvottun Ein af þeim kröfum sem við hjá Hreint þurfum að uppfylla til að halda Svansvottuninni er..

Meira


Hreint styrkir Ljósið

Cw 150136_Hreint _Ljósið _prwriting _19082015_client 3_MYND
Hreint afhenti Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein, 50 þúsund króna styrk í vikunni. Það var sigurvegari golfmóts Hreint sem fékk að velja hvaða góðgerðarfélag hlaut styrkinn. Þetta er fjórða árið sem mótið er haldið en í fyrsta sinn sem Hreint veitir styrk samhliða því.Keppendur vaktir til umhugsunar Golfmót Hreint var haldið 2. júní síðastliðinn á hinum glæsilega Urriðavelli Golfklúbbsins Odds í Garðabæ. Áður en fyrsta kúlan var slegin voru þátttakendur í mótinu beðnir um að heita á eitthvað ákveðið góðgerðarfélag. Það félag sem sigurvegarinn valdi fékk styrk frá Hreint. Eftir harða keppni bar Ómar Jóhannsson..

Meira


Laus störf á Selfossi

Starfaselfossi
Hreint ehf óskar eftir að ráða starfsmenn til dagræstinga á Selfossi. Við leitum að jákvæðum, vandvirkum og samviskusömum einstaklingum, 18 ára eða eldri í dagræstingar.  Starfsmaður þarf að tala íslensku eða ensku og geta hafið störf sem fyrst.Hreint sakavottorð er skilyrði fyrir ráðningu.Nánari upplýsingar:Alina Elena Floristeanu (s: 822 1855, alina@hreint.is) Einnig er hægt að sækja um störfin á hér.  

Meira


Átta útskrifast úr íslenskuskóla Hreint

Útskrift íslenskuskóla júní 2015
Í sumar luku átta nemendur námi í Íslenskuskóla Hreint og bætast í stóran hóp okkar góða starfsfólks sem hefur lokið þessu námi. Hluta af hópnum má sjá hér til hliðar. Markmiðið með náminu er að auka sjálfsöryggi og ánægju starfsfólksins og kenna því undirstöðuatriði íslenskunnar, sem nýtist því bæði í starfi og leik. Það er erfitt að byrja nýtt líf í nýju landi án þess að kunna undirstöðuatriðin í tungumálinu. Hjá Hreint starfa margir erlendir ríkisborgarar og nýir Íslendingar og við leggjum mikla áherslu á að starfsmenn komi í nám hjá okkur. Íslenskuskólinn hefur verið starfræktur frá árinu 2008 og..

Meira


Störf í boði

Hreint
VIð hjá Hreint erum ávallt að leita að góðu starfsfólki. Við vinnum markvisst að því að skapa starfsfólki gott starfsumhverfi því ánægja starfsfólks og viðskiptavina er eitt af lykilatriðum í rekstri okkar. Hægt er að lesa nánar um áherslur okkar í starfsmannamálum hér. Við auglýsum ekki öll laus störf því hvetjum við þig eindregið til að fylla út umsóknarform hér og við munum hafa samband.    

Meira


Störf í boði

Thvottathjonusta 2
Hreint ehf. óskar eftir vandvirkum og samviskusömum einstaklingum, 18 ára eða eldri í starf við ræstingar. Um er að ræða dag-, kvöld- og helgarverkefni. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Skilyrði fyrir ráðningu: • Hreint sakavottorð  • Góð tök á ensku eða íslensku  • Jákvæðni  •  Dugnaður Hægt er að smella HÉR til að senda inn umsókn.

Meira


Rétt skal vera rétt - - rangfærslur í málflutningi starfsmanns Eflingar

Hreintlogogamalt1 (1)
Rekstur Hreint hefur alla tíð byggst á því að virða og starfa í samræmi við ákvæði kjarasamninga, lög og aðrar þær reglur sem um starfsemina gilda. Meira en þrjátíu ára saga staðfestir það. Þær ásakanir sem koma fram í frétt DV, fimmtudaginn 30. apríl, og hafðar eru eftir starfsmanni stéttarfélagsins Eflingar eru bæði rangar og skaða fyrirtækið. Vegna þeirra vinnur félagið nú með lögmanni að því að leiðrétta þessar röngu ásakanir og leita réttar síns. Eðli málsins samkvæmt geta forsvarsmenn Hreint ekki tjáð sig um mál einstakra starfsmanna eða viðskiptavina. Staðreynd málsins er þó sú að til Eflingar leitaði starfsmaður..

Meira


Fjölskyldudagur 9. maí

20130511_125647
Fjölskyldudagur verður á vegum Starfsmannafélags Hreint þann 9. maí 2015 næstkomandi. Hann verður að þessu sinni haldinn í Egilshöll, Grafarvogi, sem er stærsta  afþreyingarmiðstöð landsins, kl. 13:00 – 16:00. Skautar, hjálmar, matur og drykkir - allt í boði starfsmannafélagsins. Hvetjum allt starfsfólk og fjölskyldur þeirra til að mæta og gera sér glaðan dag, hvort sem þeir skauta eða ekki. Fjölskyldudagarnir hafa hingað til verið vel sóttir og ómissandi hluti af flottri dagskrá starfsmannafélagsins. Það er ekki von á öðru en að slíkt verði upp á teningnum í ár.

Meira


Ágreiningi milli Hreint og Eflingar lokið með sátt

Hreintefling
Nýlega gerðu Hreint ehf og stéttarfélagið Efling sátt um ágreining aðila sem varðar framkvæmd kjarasamninga hjá starfsfólki Hreint á LSH. Þar með var endir bundinn á mál sem tekið hefur nokkurn tíma að leysa og setti annars góð samskipti aðila á liðnum áratugum í uppnám. Í huga forráðamanna Hreint skiptir miklu máli að með niðurstöðunni hefur ákveðinni óvissu starfsfólks okkar á LSH verið eytt og m.a. breyttu vinnuskipulagi verið komið á sem mun styrkja þjónustuna í verkefninu. Hreint hefur aldrei byggt starfsemi sína á öðru en að fara að kjarasamningum, virða lög og reglur og sinna jákvæðum samskiptum við hagsmunaaðila..

Meira


Vetrartilboð 2015

Bonvel 2
Nú býðst viðskiptavinum okkar sérstakt vetrartilboð á gólhreinsiaðgerðum eftir erfiðan vetur. Það er áralöng reynsla okkar að áhrif slæms veðurfars setur aukið álag á húsnæði fyrirtækja og stofnana  og þá sérstaklega gólfefni nálægt inn- og útgönguleiðum. Hefur það þó áhrif á marga fleiri þætti en samtvinnast það þó í að áhrif ræstingar geta skilað minni árangri. Viljum við því koma á móts við okkar frábæra viðskiptavinahóp með að bjóða með sérstakt tilboð á gólfhreinsiaðgerðum með því að markmiði að bæta árangur og ánægju ræstingar.  Viðskiptavinir okkar eiga að hafa nú fengið bréf með tilboðinu og er þeim bent á að..

Meira


Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja