Content

 

Ræstingar hjá leikskólum til Hreint

Leikskólar

Árið 2014 byrjar með látum því í dag hefst ræsting á 11 leiksskólum í eigu Reykjavíkurborgar sem eru staðsettir í Hlíðum og Miðbæ borgarinnar. Hreint reyndist í kjölfar útboðs á verkefninu bjóða hagstæðasta boðið og því var sem sagt tekið.

Upphaf verkefnisins er í dag og ljóst að slíkt þarfnast undirbúnings sem m.a. felst í vali, skipulagi og innkaupum á vönduðum viðeigandi áhöldum til að gera starsfmönnum verkið eins auðvelt og hægt er.

Meðfylgjandi ljósmynd sýnir áhöld og tæki þegar verið var að taka þau til á lagernum hjá Hreint í Auðbrekkunni.

Til baka

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja