Content

 

2013

Afmælisfagnaður í Salnum

Afmaeli 30
Þrjátíu ára afmælisfagnaður Hreint í Salnum föstudaginn 13. desember s.l. var fjölmennur og mjög vel heppnaður.Viðskiptavinum, samstarfsaðilum og vinum Hreint var boðið í afmælismóttöku síðasta föstudag í tilefni af 30 ára afmæli félagsins. Gestirnir sem voru á milli 150 til 200, nutu tónlistar Björns Thoroddsen og léttra veitinga, gerðu frábæran róm af veislunni.

Meira


Stórafmæli Hreint - 30 ára tímamót

afmæli2
Hreint á stórafmæli í dag - fimmtudaginn 12. desember 2013 enda eru 30 ár liðin frá því að rekstur þessa ágæta fyrirtækis byrjaði. Það er eðlilega margs að minnast á þrjátíu árum og margt á dagana drifið. Efst í huga eigenda og stjórnar félagsins er þó fyrst og fremst þakklæti og aftur þakklæti fyrir að hafa eignast viðskiptavini sem hafa viljað skipta við okkur, hafa fengið til liðs við okkur starfsfólk sem hefur skilað farsælu dagsverki og síðast en ekki síst gæfu til að reka fyrirtækið með sómasamlegum hætti. Tímamótana hefur verið minnst reglulega allt árið 2013. Með starfsfólki var farið..

Meira


Heilsudagur í Hreint

heilsudagur
Heilsudagurinn 2013 var í dag haldinn í Hreint þar sem öllu starfsfólkinu var boðið uppá heilsutengda dagskrá. Mikill fjöldi starfsmanna mætti og naut þess sem í boði var.Það hefur verið til siðs hjá Hreint í gegnum árin að ljúka sumri og bjóða haustið velkomið með einhverskonar viðburði. Í þetta skiptið var blásið til Heilsudags. Dagskráin var í sjálfum sér einföld þ.e. ráðgjöf hjúkrunarfræðinga og hlaðborð af heilsutengdum veitingum. Í ráðgjöfinni var boðið upp á mælingu blóðþrýsings og einfalda blóðprufu. Á hlaðboðrinu mátti t.d. finna ýmsa heilsudrykki, vefjur, ávexti, hnetur og heilsusamlokur. Óhætt er að segja að Heilsudagurinn hafi hitt í mark..

Meira


Sumargleði starfsmanna Hreint

sumargleði
S.l. laugardag, 11. maí 2013, bauð starfsmannafélag Hreint félagsmönnum sínum upp á létta sumargleði á bökkum Reynisvatns í nágrenni Reykjavíkur. Fjölmenni kom á svæðið og gerði mjög góðan róm af veitingum, skemmtiatriðum og svo ekki sé talað sé um veiðina sem sló öll met. Starfsmannafélag Hreint, sem er kraftmikill félagsskapur starfsmanna fyrirtækisins, býður starfsmönnum Hreint reglulega upp á ýmiskonar uppákomur m.a. bíóferðir, árshátíð, grillveislur, fjölskyldudag, heilsudag og fleira. Meðfylgjandi mynd er svo af hljómsveitinni Pollapönk sem skemmti hópnum við Reynisvatn og þóttu hljómsveitardrengirnir feikna skemmtilegir og frískandi, bæði fyrir fullorðna og börn.

Meira


Hreint lægst í útboði hjá Landsspítala

Lsh
Nýlega voru opnuð tilboð í ræstingar hjá Landsspítalanum þ.e. á húsnæði Klepps og Bugl og bauð Hreint hagstæðast af þeim fimm fyrirtækjum sem skiluðu tilboðum.Um er að ræða rúmlega 9.000 fermetra húsnæðis sem ræsta skal fyrir þessar tvær stofnanir. Útboðið var bæði á reglulegum ræstingum en einnig á öllum hreingerningum sama húsnæðis. Ræstingin fer fram á venjulegum vinnutíma virka daga en slíkt hefur færst í aukana á síðustu árum.Þetta verkefni er fyrsta verkefni sem Hreint tekur að sér fyrir Landspítalann sem er mjög spennandi áfangi í þróun þjónustu félagsins. Samningurinn tekur gildi 1. maí n.k.

Meira


Hreint ehf. 30 ára

Logoid
Hreint ehf er 30 ára á þessu ári sem gerir fyrirtækið eitt af þeim allra reyndustu í þjónustu við fyrirtæki og stofnanir á sviði ræstingarþjónustu. Stofndagurinn er 12. desember 1983.Allt fram til ársins 2002 störfuðu 30 til 40 manns við reksturinn en breytingar á rekstrinum ollu því að síðan þá hefur rekstur Hreint vaxið jafnt og þétt. Í dag starfa tæplega 200 manns hjá féalginu á 5 mismunandi stöðum á landinu. Fyrir utan höfuðborgarsvæðið þá er reksturinn stærstur á Akureyri en á eftir þeim koma Akranes, Hveragerði og Selfoss.Á árinu 2010 var rekstur félagsins vottaður norræna gæða- og umhverfismerkinu Svaninum..

Meira


Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja